Andvari - 01.01.1887, Side 96
90
lánstraust. Getr það verið með eða án skilyrða, eftir
innihaldi.
29. — Sé pvílíkt bréf ekki stílað til ákveðins banka
eða bankara, beldr til sérbvers banka eða bankara, sem
útgefandi bréfs á skifti við, nefnist pað hvervetna-bréf
eða hvervetna-seðill („Circular Note“), og getr hand-
hafi. pess krafizt borgunar á upphæð peirri er pað liljóð-
ar upp á, eins vel af útgefanda sjálfum, ef bonum svo
líkar.
30. — |>að er svo sem auðvitað, að petta er ekki rit-
að til að kenna neinum bankastjórn eða bankafrœði;
tilgangrinn er að eins sá, að gefa landsmönnum, sem
eru ófróðir um, hvað banki er og hver störf banka eru,
ofrlitla hugmynd um petta, svo að peir geti skilið pað
sem peir kynnu að lesa eða beyra um banka rœtt eða
ritað.
Áðr en ég skilst við ritgerð pessa, verð ég að ending
að fara nokkrum orðum um eina af lánsaðferðum banka,
sem fyrir margra bluta sakir ætti að geta orðið mjög
pýðingarmikil hér við bankann. pað eru in svo nefndu
Reikningslán.
31. — Lán pessi eru upprunnin í Skotlandi snemma
á 18. öld. |>egar einkaleyfi Skotlands-banka var á enda
1727, var konunglegi bankinn settr á stofn jafnbliða
honum, eins og fyrri hluti pessarar ritgerðar segir frá.
1704 hafði Skotlands-banki farið að gefa út punds-seðla
(1 £ st.). Seðla-útgáfan var bönkunum arðsöm, en við-
skifti manna í Skotlandi vóru pá ekki svo mikil, að
bankarnir gætu komið út (og haldið úti) svo miklu af
seðlum, sem efni peirra leyfðu peim að gefa út. pað
var pví um að gera fyrir bankana að styðja að pví að
auka viðskiftin, efia atvinnuvegina; pví að við pað að
atvinnuvegir eflast og aukast, aukast viðskiftin og pörf
manna á viðskiftamiðli (seðlum) vex. jþannig getr banki
rýmkað starfsvið sitt og við pað aukið ágóða sinn.