Andvari - 01.01.1887, Síða 97
91
En til þessa er því meiri útsjón sem atvinnuvegir
«ru skemra áleiðis komnir í einu landi. J>ví meiri fram-
fórum geta þeir tekið.
32. — |>egar pjóð heíir lengi legið í ómensku og fá-
kœnsku, svo að verzlan hennar er lítil og magnlaus,
húskaprinn ómynd til lands og sjávar og iðnaðr er lít-
ill eða enginn, í stuttu máli, þegar allir atvinnuvegir
pjóðarinnar eru í vanrœkt, og svo snýst hugr hennar í
pá átt að vilja taka sér fram, pá parf hún til nýrra
umhóta og fyrirtœkja meira veltufé en henni liefir áðr
nœgt. Meiri eftirspurn verðr eftir gangeyri, og vaxi
hann ekki, verðr hærri leiga boðiu eftir lán.
Svona stóð á í Skotlandi.
En meðal peirra atvinnuvega, sem vissust arðvon var
að, var akryrkja og landbíinaðr ylir höfuð. En landbúnaði
er svo varið, að pótt arðr af umbótum (sé peim skyn-
samlega hagað) sé par tiltölulega viss, pá er arðsvonin
ekki svo há í bráð, að sá atvinnuvegr poli að mjög há-
um vöxtum sé svarað af fé pví sem í hann er lagt. —
En pegar eftirspurn vex eftir gangeyri, hækka vextir peir
sem boðnir eru fyrir lán, nema gangeyris-mergðin vaxi
að sama skapi sem pörfin vex fyrir hann eða eftirspurn-
in eftir honum. J>ví er pað mjög mikilsvert að geta
aukið gangeyrinn pegar svona stendr á.
J>að var til að fullnœgja pessari pörf að Asgill, Brisco,
Chamberlen, Law og fleiri aðrir komu fram með frum-
vörp sín um að »gera jarðeign að peningum«. J>eim
skjátlaði öllum meira eða minna, jafnvel John Law fór
hér llatt, hann sem pó var svo djúpskygn og glöggsær,
að hann var ekki að eins langfremsti viðskiftafrœðingr
samtíðar sinnar, heldr stóð par hælum að mörgu leyti,
sem færri af nútíðar-frœðimönnum hafa náð með tán-
um.
En tíu árum eftir að tilraunir hans höfðu fengið svo
hörmulegan enda, sem áðr er á vikið, í Frakklandi,
leiddu skozku bankarnir inn reikningslánin, og pöndu