Andvari - 01.01.1887, Side 99
93
inni á vildkröfu-reikningi þínum, heldr en þú skuldar á
láns-reikningnum (2000 kr.), þá fær þú 2"/o af þeirri
■uppliæð. Með þessu móti hefir þú hvöt til að leggja
þegar inn (t. d. daglega) hvern eyri, sem þú fær inn,
því að hann ber þér arð. |>etta er in mesta sparnaðar-
hvöt fyrir þig, og ég okra ekki við þig. Eg reikna þér
ekki fullvexti í rauninni af öðru fé en því sem þú
skuldar mér í hvert sinn; að eins litla þóknun fyrir.það
að verða að hafa alt af ifé á reiðum höndum handa
þér alt að þessari um sömdu upphæð (sem við gerðum
til dœmis að væri 2000 kr.).
|>etta er ein aðferðin. Hin er þessari lík : Bankari
segir við mig: Eg skal opna þér vildkröfu-reikning;
alt að 2000 kr. máttu verða mér skuldugr á honum, en
eigi meira; en ég skal gera hann upp mánaðarlega, og
borgar þú mér þá mánaðar-leigu af þeirri einni upphæð,
sem skuld þin hefir hæst verið á mánuðinum; þú getr
lagt inn í hann smátt sem stórt, þótt þú viljir daglega.
Eins og allir sjá, er þetta ekki annað en »umsnúinn«
vildkröfureikningr, þ. e. þetta er vildkræfr skuld-reikn-
ingr í stað vildkræfs innlögu-reiknings.
34. — Hve hagfeld þessi lán eru, liggr í augum uppi.
Sérhver atvinnu-rekandi maðr, hversu smá sem iðn hans
er, þarf jafnan að hafa hjá sér dálítið af reiðu-peningum
til að greiða með dagleg útgjöld, verklcaup o. s. fr.
Hæti hann nú varið þessari upphæð til að auka iðn sína,
þá gæti hún orðið honum arðsöm, ef til vill borið hon-
um tvítugfaldan ávöxt (t. d. í verzlun), í stað þess að
nú verðr hann að liggja ineð hana arðlausa, nerna því að
eins að hann viti að hann getr nær sem vill gripið til
hennar fyrirvaralaust. Með reiknings-láninu gerir bank-
inn viðskiftamanni unt að verja öllmn sínum peningum
til atvinnu sinnar, því að bankinn borgar út fyrir hann
in daglegu smágjöld, og það fyrir litla þóknun.
»Nálega hver einasti maðr ungr í Skotlandu, segir
Macleod, »sem byrjar verzlun eða aðra atvinnu, byrjar