Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 100
94
hana með reiknings-láni sem vinir lians gerast ábyrgðar-
menn að.«
»f>essi lán«, segir sami, »eru veitt mönuum af hverri
stétt sem er, inum blásnauða engu síðr en efuamannin-
um. Alt er komið undir því, hvert álit maðrinn hefir
á sér. Ef ungr maðr, þótt í lægstu lífsins stöðu sé, sýnir
sig ráðsettan, reglusaman, vandaðan og líklegan til að
geta rekið sjálfstœða atvinnu með forsjá, þá ávinnr hann
sér traust þeirra sem þekkja hann, og vinir og kunningj-
ar ganga í ábyrgð fyrir hann. f>etta er sama sem að
veita honum veltufé í hendr, og sé mannsefni 1 lionum,
þá hefir hann með þessu fengið það sem hann með þarf
til að komast svo vel fram í lífinu sem hann hefir fram-
ast hæfileika til. Ejöldi auðmanna hafa þar byrjað án
þess að hafa neitt annað til að byrja með, en reiknings-
lán. Sem eitt dœmi meðal óteljandi má nefna, að Mr.
Monteith, þingmaðr, bar það fyrir þingnefnd neðri málstofu
1826, að hann væri verksmiðjueigandi, sem hefði nú ár-
ið um kring 4000 manns í þjónustu sinni; en þegar
hann byrjaði, kvaðst hann ekki liafa haft annað til að
að byrja með, en fáein pund, sem vinr sinn hefði lánað
sér, og svo reikningslán.«
Venjulega nema lán þessi í Skotlandi 100 pd. sterl.
til 1000 pd. sterl. hvert. Bankarnir lcjósa heldr að
veita fleiri og minni lán. J>egar ábyrgðarmenn eru fyr-
ir þeim, sem tíðast er, þá eru aldrei teknir færri en 2,
oft 3 eða fleiri. J>essir ábyrgðarmenn hafa rétt til að
ganga í bankann og skoða reikning lánhafa hvenær sem
þeir vilja, til að hafa eftirlit á, hvernig hann notar lánið;
þeir geta sagt upp ábyrgðinni þegar þeim lízt; en það
gera þeir venjulega, ef þeim þykir óhyggilega notað láns-
traustið. pað er ekki tilgangrinn að þetta lánstraust
verði að dauðu láni, þvert á móti er ætlazt til að það
sé sí-notað, ýmist borgað inn eða ávísað á víxl, svo að
auðsætt sé, að peningarnir standi ekkisí-fastir.
Bankinn borgar ávísanirnar út í seðlum sinum, eða