Andvari - 01.01.1887, Side 106
100
næðu saman, yrðu Vestfirðir eintómar eyjar, mjög svip-
líkar Færeyjum, en pó stærri og hrikalegri. Land á
Vestfjörðum er mjög sæbratt, víða pverhnýptir hamrar
í sjó fram, undirlendi svo að segja ekkert, örmjóar
ar landræmur með sjónum og stuttir dalir; veg-
ir eru víðast illir og torsóttir, og fara menn víða ann-
aðhvort fótgangandi eða sjóveg, með pví að eigi er gott
að nota hesta nema á stöku stað. Af pessu leiðir, að
fáir ferðast um Vestfirði aðrir en peir, sem mega til;
hafa fáir innlendir eða útlendir menntamenn ferðazt um
pessi héruð til rannsókna og lítið hefir verið skrásett
um landafræði og náttúrufræði Vestfjarða síðan peir
Eggert Ólafsson og 0. Olavius fóru par um á öldinni
sem leið. Sum héruð vestanlands eru að mestu ókunn öðr-
um en peim, sem par búa, og vil eg taka til dæmis Horn-
strandir. Eg tókst pví á hendur sumarið sem leið, að
ferðast til rannsókna um nokkurn hluta Vestfjarða; fór
eg um Barðastrandarsýslu, Strandasýslu og Hornstrand-
ir norður á Horn, og ætla eg mér, ef kringumstæður
leyfa, að skoða pað sem eptir er á næsta sumri. Ætla
ég mér að haga svo ritgjörð pessari, að eg segi fyrst
frá ferðum mínum um Barðastrandarsýslu, síðan frá
ferðunum um Strandasýslu og Hornstrandir, og svo, ef
allt fer með feldu, mun eg í næst árgangi af pessu
tímariti skýra frá ísafjarðarsýslu og hnýta par við
nokkrum athugasemdum um Vestfirði í heild sinni.
I. Barðastrandarsýsla.
XJm kvöldið 30. júní 1886 fór jeg á stað úr Reykja-
vík sjóleiðis vestur á Bíldudal og kom par að morgni
2. júlí. Eylgdarmaður minn, Ögmundur Sigurðsson, hafði
farið landveg með hestana og beið mín par. Á Bíldu-
dal dvaldi eg 3 daga, bjó mig til ferðar og skoðaði ým-
islegt 1 nágrenninu. Landsiag er hér einkar vel fallið
til pess að rannsaka blágrýtislögin í fjöllunum og áhrif-
in, sem vatnið hefir á pau. Blágrýtislögin liggja hvert