Andvari - 01.01.1887, Page 110
104
sjá lagskiptinguna greinilega, pví allt er par skriðuhlaup-
ið. Surtarbrandslagið gengur allt í kring um fjallið;
kemur pað einna bezt fram framan í múlanum milli
Dufansdals og pernudals, við ganghlein, sem par skagar
fram úr fjallinu. í J>ernudal er surtarbrandurinn 438
fet yfir sjó; er pað líklega sama lagið og í Dufansdal;
mun pví halla svo til suðurs og austurs. Surtarbrand-
urinn er fyrir neðan foss í ánni, en Efridalur heitir
fyrir ofan; mjög er par skriðublaupið, svo lega jarðlag-
laganna sést óglöggt; pó sést par, hvernig blágrýtis-
hraunið hefir eytt skóginum,er surtarbrandurinn tnynd-
aðist; í neðstu rönd blágrýtisins, sem á honum hvílir,
er hnoðað saman gjalli, hnullungum og leir. í leirnum
eru kvistir, stönglar og mosatægjur, en hvergi blöð. í
fjöllunum fyrir innan Bíldudal eru margir gangar og
taka peir sig flestir upp 1 Langaneshlíðinni liinum meginn
við fjörðinn. í fjallinu beint á móti kaupstaðnum á
Bíldudal er mjög einkennilegur gangur, fjarska stór; í
fyrstu sýnist svo, að fjallið sé rennslétt, eins og fjöl, og
engin lagskipting í pví, eins og vanalega í basaltfjöllum;
en pegar nánara er að gáð, pá sést, að par er hliðin á
geysistórum gangi, sem hefir nærri sörnu stefnu og
fjörðurinn, en vatn liefir etið allt bergið frá nyrðri hlið
gangsins, svo hún stendur ber eins og risavaxinn hlífi-
skjöldur fyrir framan enda basaltlaganna í fjallinu.
J>egar riðið er upp dalinn, sést, að gangurinn sumstaðar
losnar frá og er geil bak við, og sumstaðar framrás fyr-
ir vatnið pvers í gegn um liann. Víða sjást hér á
fjallsbrúnum stór laus björg, sem borizt liafa til á ís-
öldinni og orðið parna eptir pegar jökullinn bráðnaði.
Frá Bíldudal fórum við 5. júlí fjallveg pann, sem
heitir Hálfdán, niður í Tálknafjörð; snjór var enn nokk-
ur á fjallinu, en pó ekki ófærð. Gróðrarlítið er hér
efra eins og upp á flestum fjöllum hér í nánd. Fjöll-
in milli fjarðanna á suðvesturkjálka Vestfjarða eru nærri
alveg gróðurlaus, er miklu ineiri gróður í fjöllum inn.