Andvari - 01.01.1887, Page 112
106
Dalsfjall nokkru fyrir utan Skápadal og síðan brattar
sneiðingar niður á Rauðasand.
Armóðr enn rauði porbjarnarson nam Rauðasand.
Hrólfr enn rauðsenzki var sonarsonur hans, liann fórtil
Gunnbjarnarskerja og gerði seinna virki á Strandarheiði'.
|>egar maður lítur af fjallsbrúninni yfir þetta byggðar-
lag, sem er lukt hömrum á prjá vegu, og sér rauðgul-
an sandinn, hvíta brimrákina og dimmbláan fjöróinn
fyrir framan, pá mætti ætla, að sandurinn hefði fengið
nafn af lit sínum, en þó heitir hann líklega fremur
eptir hinum fyrsta landnámsmanni. Rauðisandur liefir
myndazt í bogadregnu viki milli Skorar og Látrabjargs,
bergið er snarbratt fyrir ofan, en byggða landið marfiöt
mjó ræma fyrir neðan. Straumurinn út með Barða-
strönd ber með sér aur og skeljasand og liefir hann
smátt og smátt safnazt í vikið í hlé fyrir utan Skorina,
og þannig er Rauðisandur til orðinn. J>ó að byggðin
sé afskekkt, þá er þar þó mjög fagurt, einkum útsjónin
yfir Breiðafjörð. Bæjarós er stórt lón um flóð og fellur
sjórinn þá alveg upp að Bæ, en um fjöru eru þar ein-
tómar leirur með stórum pollum og álum. Vestur úr
ósnum gengur langur áll milli byggðarinnar og rifsins,
og er hann kallaður Fljót. Bæirnir standa uppi undir
berginu og eru þeir snotrir á að líta, með rauðum þilj-
um og hvítum vindskeiðum; fyrir neðan þá er graslendi
rennslétt uiður að Fljótinu, fyrst mýrar, síðan harðar
grundir næst sjónum.
A hinu gamla höfðingjasetri Bæ gisti eg tvær nætur
hjá Ara bónda Finnssyni. í Bæ bjuggu lengi afkom-
endur og ættingjar Eggerts riddara Eggertssonar. Árið
1579 ræntu Englendingar, sem kunnugt er, á Vestfjörð-
1) Landnáma 1843 bls. 139, 1B3—54. J>að er sagt, að Látra-
Clemens hafi siglt til Gunnbjarnareyja með enskum 1580, sbr.
Espólíns Arbækur V. bls. 31—32; en enginn veit nú, livar þess-
ar eyjar eru.