Andvari - 01.01.1887, Page 116
110
fellsjökull tindrandi hvítur í suðrinu. Keflavík er livilft
niður í bergið og fláir út af henni á alla vegu, par er
einn bær; fyrir neðan bæinn er breitt og hátt melbarð,
er grjótið í barði þessu allt ísnúið og brimbarið, hefir
jökull á ísöldinni gengið niður undir sjó og hefir brim-
ið verkað á grjótið, sem jökullinn ók á undan sér; peg-
ar jökullinn var bráðnaður, fór lækur að grafa sór far-
veg gegnum malarbarðið og er nú kominn niður að
fóstu bergi. Melbarðið er rúm 200 fet á liæð. Úr
Keflavík fórum við Látraheiði (1234 fet á hæð) að Iíval-
látrum. Heiðin er mjög gróðurlítil, öll með urð og
mosa; heiði pessi er æði fjölfarin, því margir sækja fugl
út í bjargið. Á leiðinni mættum við nokkrum lestum;:
það var kvennfólk af Rauðasandi, sem var gangandi, en
rak á undan sér hesta með steinbít og fugli. Utarlega
á heiðinni er Látravatn, á því var fullt af ritu; utar
eru þrjú önnur vötn, Djúpadalsvatn, Flagahlíðarvatn og
Saxagjárvatn. Á Látrum var eg einn dag um kyrrt til
þess að skoða bjargið.
Fuglabjargið nær alla leið frá Keflavík að Látravík,
nærri tvær mílur; fyrst er Keflavíkurbjarg, síðan Breiðu-
víkurbjarg (Lambahlíð með Eyjaskorarnúp), þá Bæjar-
bjarg út í Saxagjá, þá Látrabjarg að Látravík. í Bjarn-
arnúp milli Látra og Breiðuvíkur er og nokkur fugl. í
Látrabjargi eru nokkrar dalaskvompur liér og hvar, vest-
ast Djúpidalur, svo Geldingaskorardalur, svo Lambahlíð-
ardalur. Látrabjarg er rúm 1400 fet á hæð, þar sem
það er hæst; er í því eintómt blágrýti með rauðum
móbergslögum á milli, er ein blágrýtishyllan niður af
annari og sitja fuglarnir á þeim. Miðlandahylla gengur
eptir endilöngu bjarginu; er hún sumstaðar breið, en
tekst í sundur hér og hvar og verður þar eigi gengin.
Sumstaðar eru gangar eða bergbríkur upp í gegnum
basaltlögin, t. d. Tröllkonuvaður milli Barðs og ICálfa-
skorar; sumstaðar eru hellrar í berginu, t. d. Jötuns-
augu undan Kálfaskor; þangað seig Árni Thoroddsen