Andvari - 01.01.1887, Page 118
112
vera á berum hyllum. Hornbjarg er almenningur, en
Látrabjarg telst undir ýmsar jarðir, svo aðrir, sem vilja
nota bjargið, verða að borga eitthvað fyrir lánið; land-
eigandi tekur vanalega sérstakan hlut, optast tíunda
hvern fugl, sem veiðist. Einn hlutur er borgaður fyrir
festi og þeir fá hættuhlut, er síga; opt eru tveir um
einn hættuhlut. Yanalegt verðlag á svartfugli á brún
er gömul vætt fyrir stórt hundrað. Arðurinn af bjarg-
inu er mikill fyrir pá, sem næst búa. Sumarið 1886
veiddust í Látrabjargi 36000 svartfuglar, eptir pví sem
nákunnugur maður, Guðmuudur bóndi Sigurðarson í
Hænuvík, heíir skrifað mér.
Á ytra bjarginu eru brúkuð hjól undir festar, af pví
par er svo bratt, en innar er mikil ofanganga. J>egar
sigið er, gæta 10—15 menn festarinnar, og standa peir
allir, nema sá, sem er við hjólið; hann situr og spyrn-
ir í. Lengst er sígið 120 faðma; vaðnum er brugðið
undir lendar á sigamanninum og kappmellu um mittið;
sigamaðurinn ber með sér leynivað niður á hylluna, par
sem hann ætlar að snara fuglinn, og er leynivaðurinn
bundinn neðan í endann á aðalvaðnum, pegar hann fer
upp aptur, ef einn eða fleiri menn eiga að fara niður á
sömu hylluna; sá sem niður er kominn á undan, stýrir
svo ferð pess, sem á eptir kemur, með leynivaðnum.
Sigamennirnir ganga eptir sillunum og snara fuglinn,
hefir hver peirra langa stöng með hrosshárssnöru á end-
anum; er pað mikið komið undir vana og fimleika, hve
mikið hver fær. Jafnóðum og fuglinn er snaraður, eru
fuglakippurnar dregnar upp á brún; eru kippurnar bundnar
hver fyrir ofan aðra á vaðinn; pegar maður fer upp í
sömu ferðinni, eru fuglakippurnar liafðar fyrir ofan hann,
svo maðurinn, ef steinn fellur, geti dregið sig inn und-
ir kippurnar. Stundum er gengið neðan í bjarg; ganga
menn pá lausir og klifra eptir örmjóum röndum, stund-
um upp fyrir mitt bjarg, styrkir pá hver annan með
litlu bandi. Af stærri hyllunum er sigið á pá palla,