Andvari - 01.01.1887, Page 119
113
sem eigi verður gengið í, og hafa menn til þess hand-
vaði. Pyrir neðan fara hátar með bjarginu og er fugl-
inum kastað niður til þeirra. — pegar fuglarnir eru
reyttir, er liðrinu skipt í prennt: hvítt brjóstíiður, svart
fiður af hryggnum og svart fiður af hausnum. Væng-
irnir eru klipptir og reyttir á vetrum. A svartfuglinum
kvað vera bláleit lús, nærri helmingi stærri en færilús;
er fullt af henni á hyliunum í bjarginu.
Daginn sem eg skoðaði bjargið var rigning og poka;
fórum við fyrst viður í Djúpadal og svo vestur með
hjargbrúninni; þokan streymdi eins og reykur upp um
skorurnar og fuglarnir putu gegnum pykknið, eins og
kólfum væri skotið fram og aptur; ef maður lagðist fram
á brúnina, pá var gaman að sjá fuglamorið á sillunum
og allt lífið og fjörið í þessum stóra hóp. Utarlega
undan bjarginu gengur Barðið fram úr pví; pað er berg-
rani, beittur að ofan eins og saumhögg, með brimlöðr-
inu allt í kring; fiúðir eru fram í sjóinn út af Barðinu
og hefir hafrótið skafið ofan af peim; par hafa myndazt
djúpir katlar 1 blágrýtið; sumir kvað vera allt að pví
tvær mannhæðir á dýpt; liringiðan í briminu hefir snú-
ið lausum björgum í hring og sorfið bergið. í Barðinu
var krökkt af fugli, svo varla sýndist vera auður blett-
ur, og pó höfðu par nóttina áður verið tekin 18 stór
hundruð af fugli; af brúninni eru 90 faðma sig niður í
Barðið. Á bjargbrúninni er víða nokkur gróður og góð
beit fyrir fé, en mjög opt hrapar pað niður fyrir eða
pað hættir sér niður á sillur, sem pað kemst eigi úr,
og verður pá að siga eptir pví.
Látravík er breið og stutt; er rif fyrir framan og
skeljasandur mikill inn af; hefir hann fokið inn eptir
öllum fjöllum og norðan við bjargið eru upprifin börð
með hvítgulum skeljasandi; eyrarnar inn af rifinu eru
pó að gróa upp, og stórt svæði, sem áður var gróður-
laust, er orðið að graslendi á hinum síðustu 30 árum.
Á Hvallátrum eru fiskiveiðar allmiklar; sóttu menn
Andvari. XIII. 8