Andvari - 01.01.1887, Síða 120
114
menn pangað fyrrum úr fjarlægum héruðum vestanlands,
jafnvel úr Reykhólasveit og Steingrímsíirði, en nú koma
par miklu færri, helzt úr Vestureyjum, Múlasveit og
af Barðaströnd. A Látrum er einkum fiskaður steinbítur;
pessi fiskur er algengastur á sviðinu frá Látrabjargi
norður að Djúpi, en lítið um hann sunnar og norðar.
Eins og kunnugt er, hefir steinbíturinn sterkar og hvass-
ar tennur og notar pær til pess að mola sundur öðu-
skeljar og krækling; öðufiskurinn er aðalfæða steinbíts-
ins og er hann mestur par sem nægð er af pessari fæðu;
safnast stórar torfur af steinbítum pangað og hætta
ekki fyr en peir eru búnir að eta allt sem til er; sögðu
sjómenn mér, að pegar aðan væri búin, æti hann hrúð-
urkarl og fleira pess konar; pegar slíkt finnst 1 stein-
bítsmaganum, fer hann að halda burt frá peim stöðv-
um og leita pangað sem meiri er átan. í góðum fiski-
árum fást opt á Hvallátrum 5—600 steinbítar 1 hlut,
en í lakari árum 2—300. Steinbíturinn er víða á
Vestfjörðum aðal-fiskæti manna,- er hann hertur, en pó
stundum saltaður og hafður í súpumat á vetrum. Bein-
in eru brúkuð fyrir kýr og fé, og eins barðir steinbíts-
hausar; pegar fiskilítið er, taka menn pó opt kinnfisk-
ana úr hausunum, áður en peir eru gefnir skepnunum.
Steinbítsroð er alstaðar hér um slóðir notað í skóleður
á vetrum; kennfólk notar og víða roðskó á sumrum.
Eins og geta má nærri, eru roðskór ekki sérlega hald-
góðir, og pegar menn fara langa leið gangandi, purfa
peir að hafa með sér heila kippu af roðskóm; eg fiefi
lieyrt menn vestra — líklega í spaugi — ákveða lengd
fjallvega með pyí að segja, að pað væri svo eða svo
margra »roðskóa heiðu. Sunnar en steinbíturinn er
töluvert af hlýra, og rekur stundum mikið af lionum
brimrotuðum; 1795 rak mikla mergð af lilýra á Rauða-
sandi, og fekkst nokkru fyr svo mikill hlýri á Barða-
strönd, að 300 og meira kom á hvern bæ1. A vetrum
1) Espólíns Árbækur XI., bls. 71 og 77.
J