Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 121
115
ganga 4 skip opin til kákarlaveiða frá Látrum, eru 10
—11 menn á hverju skipi, og eru sjaldan styttra en sól-
arhring úti, 2—3 vikur sjóar undan Bjargi.
Hinn 11. júlí fór eg frá Látrum í Breiðuvík; var kol-
dimm poka á hálsinum, er vér fórum yfir. I Breiðuvík
er fremur ljótt land og uppblásið, hvítgulir sandar og
roksandur upp í fjöll; eins kvað vera í Kollsvík; er sum-
staðar mór með stórum lurkum undir sandinum í vík-
um pessum, pví grasvöxturinn og sandfokið hafa skipzt
á. Sjóbúðir eru liér nokkrar og útræði. Ur Breiðuvík
fór eg yflr Hafnarfjall (1087 fet) í Örlygshöfn. í dal-
verpi norðaustur af bænum í Breiðuvík er núið fjöru-
borð töluvert yfir sjó. J>egar kemur á brúnina á Hafn-
arfjalli, sér yfir fagran og grösugan dal upp af Örl}rgs-
höfn; eru sléttir bakkar fram með vaðlinum og skelja-
sandur undir. Austan við vaðalinn er múli, snarbrattur
og livass að ofan eins og saumhögg; hann heitir Hafn-
armúli. Ganga dalir inn frá Patreksfirði og múlar á
milli, austan við Hafnarmúla: fyrst Mosdalur óbyggður,
svo Vatnsdalur, svo Skolladalur óbyggður, síðanj Kvíg-
indisdalur og Sauðlauksdalur. Vegurinn fyrir framan
Hafnarmúla er fremur slæmur, stórgrýtisurð og björg;
klettarnir fyrir ofan hrikalegir og skútandi, á hyllunum
víða hvannir, blóðrót og skarfakál, og alstaðar sitrar
vatnið niður. Um kvöldið kom eg að Sauðlauksdal og
var par um nóttina.
Sauðlauksdalur er orðinn nafnfrægur í sögu landsins,
af pví peir dvöldu par Eggert Ólafsson og Björn Hall-
dórsson, og íinnast enn pá ýmsar menjar pessara manna.
Jörðin Sauðlauksdalur eyðist líklega innan skamms tíma
alveg af roksandi, og pó presturinn sé dugnaðarmaður, pá er
ekki hægt að berjast við slíkt ofurefli; mestur hluti túns-
ins má heita farinn. Nokkru fyrir utan túnið sést enn
pá stór steingarður, sem átti að verja sandfoki; garður
pessi er kallaður Ranglátur. Eptir pví sem sagan segir,
8*