Andvari - 01.01.1887, Page 122
116
lét séra Björn Halldórsson sóknarmenn hlaða pennan
garð nauðuga um hásláttinn; hvort satt er, veit eg ekki.
Langt út í fjörðinn gengur stór og mikill tangi af ein-
tómum skeljasandi út af Sauðlauksdal; kemur sandur-
inn úr sjónum og rýkur svo upp dalinn og upp í fjöll;
vatnið er allt af að minnka og grynnka af pessum sí-
fellda sandíburði. Eg ímynda mér, að sandur pessi eigi
kyn sitt að rekja suður til Breiðafjarðar. A grunnum
sæ milli eyjanna proskast pang og pari ágætlega; par
verður pví mikill urmull af lægri sædýrum, skeljum og
pess konar; straumarnir bera pangið út með Barðaströnd
og skeljasandinn út með Skorarhlíðum, fyrir Látrabjarg
og inn í víkur og firði fyrir norðan. — Ofarlega í tún-
inu í Sauðlauksdal er stór ferbyrnd garðrúst, mjög sand-
orpin; er sagt, að pað séu hinar einu leifar, sem eptir
sjást af görðum peim. er peir Eggert og Björn gerðu í
hinar merkilegu ræktunartilraunir sínar. 1 kirkjunni
eru ýmsir fornir munir; par er hökull, sem Eggert Ólafs-
son gaf 1764, og patínudúkur; gamlir kaleikar og fleira.
I kirkjugarðinum er legsteinn úr rauðleitum sandsteini
yfir Helgu Arngrímsdóttur hins lærða; hún var gipt
Birni Magnússyni á Bæ á Bauðasandi; sonur peirra var
Páll Björnsson, prófastur í Selárdal, einn með lærðustu
guðfræðingum á Islandi í pá daga, en fjarskalega hjá-
trúarfullur og eitraður mótstöðumaður allra galdramanna;
hann og |>orleifur Kortsson lögmaður komu pví til leið-
ar, að margir voru brenndir, sem grunaðir voru fyrir
galdra.
Erá Sauðlauksdal fór eg inn með Patreksfirði og svo
Kleifaheiði suður á Barðaströnd. Yegurinn upp á Kleifa-
heiði liggur fram með djúpu gili (Bárðargili); er hann
nýlagður og óvanalega góður, eptir pví sem um er að
gera á Vestfjörðum. Ofan til á heiðinni eru klettarnir
allir fágaðir af ís; pó eru óvíða glöggar ísrákir; heiðin