Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 123
117
er 1284 fet á hæð'. |>egar fer að halla suður af, sést
glöggt, hve reglulega blágrýtislögin liallast niður að
Breiðafirði (4"); pó sýnast neðstu lögin hér, eins og víð-
ar á Barðaströnd, steypast meir niður til suðausturs en
hin efri. pegar kemur niður af heiðinni, kemur maður
niður að Haukabergi; er par stór vaðall, Haukabergs-
vaðall; stendur bærinn á holtahjalla, sem áin heíir hrot-
izt gegnum. TJm kvöldið riðum við inn að Haga.
Manni bregður við á Barðaströndinni, hvað vegirnir eru
góðir; pví hér eru alstaðar sléttir hakkar með sjó fram
eða sandar, svo pað er gaman að láta spretta úr spori
eptir ö!l klungrin og einstigin, sem maður daglega verð-
ur að berjast við í fjörðunum. í Haga dvaldi eg nokkra
daga. Hagi er, eins og allir vita, gamalt höfðingjasetur
og bezta jörð. Útsjón er par einkar fögur yfir Breiða-
fjörð og fjöllin á Snæfellsnesi; ba'rinn stendur á melhjöll-
um kippkorn frá sjó; eru hjallar pessir gamlir brim-
barðir malarkambar. Byrir neðan bæinn er rennslétt
niður að sjónum og engjar næst bænum. I Haga hafa
verið lélegir ábúendur um stund, svo jorðin er mjög
niðurnídd, en nú eru komnir par góðir inenn, svo jörð-
inni fer vonandi fram; bærinn er varla annað en rúst,
og reisulegri hefir hær Davíðs Skevings sýslumanns ver-
ið, sá er brann fyrir jólin 1777*. Svo er víða hér á
landi með höfuðbólin, að pegar merkismaðurinn eða
merkismennirnir eru dánir, sem komið hafa öllu í lag,
pá taka skrælingjarnir við, og að fám árum liðnum sér
pess ekki merki, að par hafi nokkurn tíma maður
búið.
Á Barðaströnd er einstaklega fallegt: rennsléttar
grundir eða sandar með sjónum, stórar engjar, skógi-
1) J>egar nefnd er hæð á fjallvegum eða heiðum, þá er tal-
að um efstu liœð á veginum sjálfum; þar hefi eg allt af
meelt.
2) Espólíns Arbækur XI., bls. 19.