Andvari - 01.01.1887, Síða 124
118
vaxnir dalir hið efra og bezta sauðbeit, útsjónin einkar-
fögur yíir Breiðafjörð og aðílutningar hægir; par er og
ágætlega vel fallið til jarðeplaræktar, í sendnum jarð-
vegi móti sólu, enda er par að tiltölu mikil kartöplu-
rækt. Fjörubeit er ágæt á Barðaströnd, og eru fjárhús
alstaðar við sjóinn á malarbakkanum; á stöku stað eru
grindur hafðar í húsum, en víðast hvar er sandur bor-
inn í liúsin og áburðinum og sandinum mokað í sjóinn;
úr kúamykjunni er búinn til klíningur og honum brennt.
Af pessu má ráða, á hverju stigi búskapurinn er á
Barðaströnd, enda er víst leit á héraði, par sem allt
er jafn-fagurt úr náttúrunnar hendi og pó jafn-
illa hagnýtt; menntunarleysið og par af leiðandi dugn-
aðarleysi og fátækt hafa lengi verið pessari strönd til
hnekkis; kaupstaðurinn í Flatey heíir víst heldur aldrei
verið Barðstrendingum til sérlegs hagnaðar eða fram-
fara. Allt heíir, eins og vant er, gengið með eilífum
lánum; Barðstrendingar hafa lánað Eyjamönnum slægjur,
skógarhögg til hrístekju og kolagerðar og látið pá
skemma fyrir sér landið, peir hafa selt peim kindnr
fyrir kofur o. s. frv. Búskapurinn batnar víst varla fyr
en nógu margir efnaðir utanhéraðsmenn hafa setzt par
að og geta kollvarpað gömlum vana og rótgrónum
hleypidómum hinnar innfæddu kynslóðar, eða ef ungir
menn innanhéraðs, sem eitthvað hafa numið, taka rögg
á sig og hjálpa við pessari gullfallegu sveit.
Milli Hagatöflu og Brjámslækjar-fjalla myndast breið
hvilft inn í fjöllin skeifumynduð; sameinast par margir
smáir dalir efra og renna úr peim smá-ár niður á lág-
lendið í skeifubotninum, og heíir par myndazt breiður
ós, Hagavaðall; má ríða par yfir leirurnar um fjöru.
Dalirnir, sem ganga upp af vaðlinum, eru pessir lielzt-
ir: Hagadalur, Arnarbýlisdalur, Mórudalur og Yaðal-
dalur; eru dalir pessir fagrir og grösugir og í peim
mikill skógur, einkum 1 Arnarbýlisdal og Mórudal; 14.
júlí skoðaði eg Hagadal og Arnarbýlisdal. Arnarbýlis-