Andvari - 01.01.1887, Síða 125
119
dalur er mjög fagur, með skógivöxnum hamrastöllum
beggja megin; áin fellur ofarlega í miðjum dalnum í
gljúfur, er ganga um þveran dalinn; önnur gjúfur aust-
anvert í dalnum eru lóðrétt á liin; gljúfur þessi eru að
ölium líkindum sprungur, en ekki etin af vatni. Neðst
í dalnum eru háar klappabungur, allar ísnúnar með
sköfnum og fægðum hnúðum og hvilftum. Hinn 15.
júlí fór eg frá Haga að Brjámslæk til pess að skoða
surtarbrandinn, sem þar er; riðum við fyrir innan vað-
aiinn og svo út hjá Hvammi og Bauðsdal. Yið Kross
er lítilfjörleg laug við vaðalinn; hiti hennar 301 /a0 C.
Út með fjallinu er fagurt land, sléttar grundir og engj-
ar og fjörur fyrir neðan, blágrýtislögin mjög regluleg í
fjallinu og móbergslög ofan til. Kram með ströndinni
allri sést gamall marbakki, 100—200 fet yíir sjó; malar-
kambur þessi er mishár; sést víðast brimbarið grjótið,
en sumstaðar er grassvörður 'ofan á; það er auðséó víðat
að blágrýti er iunan i, en kápa afmölutanum; basalt-
Jagið hefir áður staðið frani í sjóinn sem brimbarinn
fjallsfótur. Hér eru víða stórir gangar í fjallinu; sjást
þeir hið efra, eins og framstandandi bríkur eða hleinir,
en neðar hafa áhrif lopts og lagar opt skipt þeim í
sundur í parta; súlurnar liggja flatar og eru injög fagur-
lega strendar; það er eins og trjábútum væri lrlaðið
hverjum ofan á annan. Nálægt Rauðsdal er afarlangur
gangur í fjallinu og gengur hann langt fram í sjó; sýn-
ist Stórfiskasker vera framhald af honum; rétt við
sjóinn er gangurinn eins og há og mikil brík með skörð-
um, sem heita Bauðsdalsskörð; í gjá, sem brimið fellur
upp i, var Sveinn skotti hengdur. Á Brjámslæk dvaldi
eg all-lengi og tjaldaði þar uppi í dalnuin við surtar-
arbrandsgilið, til þess að geta safnað jurtasteingjörving-
um, og rannsakað jarðlögin þar í kring, því að það er
mjög mikilsvert, að surtarbrandslögin séu nákvæm-
lega skoðuð, til þess að geta komizt inn í myndunar-
sögu Vesturlandsins og þar með aJls landsins.