Andvari - 01.01.1887, Síða 127
121
sem mælir með því, og skal eg geta þess seinna, par
sem talað verður um almenna myndun Vestfjarða.
J>að sést tilsýndar, að í surtarbrandsgilinu koma fram
leirlög mislit, Jió flest móleit eða rauðleit, og blágrýti
ofan á; gilhlíðin er brattari að sunnanverðu og par sjást
jarðlögin betur, pví hinum meginn er allt skriðublaupið.
Gilhlíðin að sunnanverðu er samsett af fjöldamörgum
lögum; neðst eru leirmyndanir pær, sem surtarbrandur-
inn er bundinn við, en ofar mestmegnis blágrýti og
nolckuð af rauðleitu móbergi. Ofarlega í gilinu kemur
surtarbrandurinn bezt fram í berghorni að sunnanverðu,
og sjást par tilsýudar grá lög með svörtum ræmum; par
eru hinar steinrunnu jurtaleifar; bergið fyrir ofan skút-
ir svo fram yfir, af því undan því liefir verið tekið, að
pað er fremur geigvænlegt að dvelja par undir, og það
er mikið iíklegt, að bergið hrynji niður einhvern góðan
veðurdag; ekki parf til þess nema lítilfjörlegan jarðskjálfta-
kipp eða stórrigningu, og pá verður ekki gott að kom-
ast að steingjörvingunum á eptir. Jarðlögin koma hvergi
eins glögglega fram, eins og í pessu liorni, pví par er
svo bratt, að engin skriða tollir'. Steinbrandurinn og
harði leirinn milli surtarbrandslaganna klýfst í örpunn-
ar flísar og er hver flaga, hversuj punn sem hún er,
full af blöðum, og sjást blaðtaugarnar ágætlega, einkum
1) Neðst er fast við lækinn rauður og grænleitur leir með
leirhnúðum og i honum ofarlega örþunnar íiísar af surtar-
brandi; neðar í gilinu sést, að leirmyndun Jiessi er all-þykk (um
50 fet). Fyrir ofan rauða leirinn taka við surtarbrandslög og
Bteinbrandur með nokkrum steingjörvingum fremur lélegum;
þetta lag er tæp alin á þykkt; þá kemur blágrýtislag (4 fet);
þá stærsta surtarbrandsmyndunin með steinrunnu blöðunum
(16 fet); er þar mest steinbrandur, en þó töluvert af surtar-
brandi á milli; þá kemur þunnt móbergslag gulgrátt; svo sam-
an klesst hraunlag með stuðlabergi ofan á (rúm 30 fet); svo
rautt móberg (30 fet) og í því ofarlega þunnt surtarbrandslag,
og síðan er blágrýti upp úr.