Andvari - 01.01.1887, Qupperneq 131
125
um steingjörvinga; í ritgjörðum pessum er sýnt fram á,
að jörðin hefir eitt sinn í öndverðu verið glóandi linött-
ur; síðan fór hún að kólna, svo skurn myndaðist utan á;
pá fóru að koma í ljós dýr og jurtir, sem í byrjun voru
mjög ófullkomin, en urðu fullkomnari eptir pví sem
fram liðu stundir. Hafa menn skipt sögu jarðarinnar í
ýmsa kafla, eptir dýrum peim og jurtum, sem pá voru
til; fyrst framan af voru lífsskilyrðin alstaðar á jörðunni
hér uin hil hin sömu, og dýralífið og jurtalífið var
pá alstaðar nærri eins; en pví nær sem dregur vorum
tíma, pví breytilegri verða lífsskilyrðin. Lengi fram
eptir var hiti jarðarinnar sjálfrar svo mikill að innan,
að eigi bar neitt á hitabeltum; pær jurtir, sem nú vaxa
að eins við miðjarðarlínu, gátu eins próast í heimskauta-
löndunum eins og annarsstaðar ; seinna, pegar jörðin
kólnaði, fór jurtalífið að raða sér niður um hnöttinn ept-
ir áhritum sólarinnar. Eins og kunnugt er, pá er ís-
land samsett af eintómum eldbrunnum jarðlögum, og
pó einkum af blágrýti og móbergi; en enginn veit, hvern-
ig sú jarðmyndun er, sem öll pessi ókjör af eldgosa-
myndunum hvíla á, pví hiín kemur livergi sýnilega fram,
að pví er menn nú vita. J>egar blágrýtislögin voru að
myndast, hefir náttúrlega opt orðið hlé á gosunum, sum-
staðar um langan tíma, um margar aldir og ef til vill
margar þúsundir ára; pá var tími til fyrirjurtir að setj-
ast að, vaxa og proskast. Myndunartími surtarbrands-
laganna er nokkurs konar livíldartími í myndunarsögu
landsins, og af hinum steinrunnu trjáblöðum á Yestur-
landi sést, að skógarnir, sem pessar leifar eru af, uxu
par á pví tíinabili, sem jarðfræðingar kalla »miocene«.
Oswald Heer (1809—1884) var einn af liinum fremstu
náttúrufræðingum á pessari öld. Hann rannsakaði urm-
ul af steinrunnum jurtaleifum úr ýmsum löndum, og
ritaði um pað margar bækur. Eitt af hinum nafnfræg-
ustu ritum hans er lýsing á jurtaleifum heimsskauta-
iandanna: *Flora fossilis arctica*, sem kom út á ár-