Andvari - 01.01.1887, Page 132
126
unum 1868—1883, sjö þykk bindi í 4to. Lýsir liann
jurtaleifum peim, sem norðurfarar hafa liaft heim með
sér úr ferðum sínum, og í fyrsta bindinu pyí, sem pá
var kunnugt frá Islandi. At pví hann pekkti plönturn-
ar svo ágætlega, lieíir hann getað lýst náttúru og lopts-
lagi heimsskautalandanna á ýmsum jarðtímabilum, pví
lífsskilyrði pau, sem hver jurt er bundin við, benda til
pess, hvernig náttúran pá hefir verið. A. Q. Nathorst
í Stokkhólmi er einn af hinum frægustu jarðfræðingum,
sem nú eru uppi: hann hefir ritað inargt og mikið um
steindar plöntur frá Svíaríki, Japan og fleiri löndum,
og hefir einkum orðið frægur fyrir, að liann sýndi fram
á pað, að margar rnenjar í jarðlögum hinna elztu mynd-
ana, sem menn héldu að væru leifar af para og pang-
jurtum, eru ekki annað en för eptir orma og önnur lægri
dýr, sem í fyrndinni hafa skriðið um leirinn á hafsbotn-
inum; purfti hann til pess að gera ótal tilraunir, og
sýndi mesta dugnað og skarpleika, enda hafa uppgötv-
anir hans haft mikla pýðingu í jarðfræðinni. Prófessor
Nathorst hefir góðfúslega tekizt á hendur að rannsaka
jurtaleifar pær, sem eg safuaði á Vesturlandi.
Jiegar surtarbrandurinn myndaðist á Brjámslæk, voru
par stórir skógar. Algengast allra trjánna var hlynur
(Acer otopterix); sú trjátegund óx pá um allt Vesturland;
blöðin voru stór og fögur, handrifjuð og prískipt, ávext-
irnír með löngum, himnukenndum vængjum; við Brjáms-
læk var líka stór grenitegund (Sequoia Sternhergi) al-
geng ; var tré petta mjög líkt grenitré, sem nú vex í
Kaliforníu (Sequoia gigantea), og eru pau.tré einna stærst
af öllum trjám, sem til eru. par uxu 4 furutegundir
(Pinus Steenstrupiava, P. microsperma, P. œmula, og
P. hracliyptera), birkitré (Betula prisca), elri (Alnus
Kefersteinii), álmur (Ulrnus diptera), eik (Quercus
Olafssoni), hnottré (Juglans hilinica), krosspyrnir (Bham-
nus Eridani), túlipantré (Liriodendron Procaccinii) og
vínviður (Vitis islandica). J>ar sem surtarbrandurinn