Andvari - 01.01.1887, Side 133
127
liefir myndazt, hefir líklega verið votlent, og hefir úr
blaðaleifunum og trjástofnunum orðið í fyrstu nokkurs
konar mómyndun, og allt svo orðið að surtarbrandi, þeg-
ar blágrýtislögin lögðust ofan á með öllum sínum þunga.
Túlipantróð er mjög fagurt tré og vex nú í Bandaríkj-
unuin sunnan til; pað nær ei lengra norður en á 40°
n. br; í Európu hefir pað pó verið ræktað töluvert norð-
ar ; sunnan til á Irlandi hefir pað t. d. verið ræktað ;
par koma reyndar blóm á pað, en engin fræ, svo af
pví sést, að tré petta getur eptir eðli sínu eigi fullkom-
lega próast svo norðarlega. Sumarhitinn má eigi vera
minni að meðaltali en 15° C, og meðalhitinn í janúar
eigi minni en —4" C, til pess að tré petta geti blómg-
ast. Tegundir af »Sequoia« vaxa líka sunnarlega. 0.
Heer kemst að peirri niðurstöðu, að meðalliiti ársins hafi
pá á Islandi eigi getað verið minni en 9°C, en pó hafi
hann að öllum líkindum verið töluvert meiri (11—12°
C). Meðalhiti ársins á Brjámslæk mun nú vera nálægt
2" C; en á »miocene«-tímanum hefir hitinn verið viðlíka
mikill og nú í Pódalnum á Ítalíu.
I heimskautalöndunum hafa víða fundizt jurtir og tré frá
pessu sama tímabili, í Alaska, Norður-Canada, við Mack-
enzí-fljótið, í Grænlandi, Spitzbergen, nálægt Lenafljót-
inu í Síberíu, á Kamschatka, í Japan o. s. frv. J>ó
gróður pessi yxi í svo fjarlægum löndum, pá eru jurtir
og tré á þeim tíma um allan penna landageim svo lík
og skyld hvert öðru, að vart er annað hugsanlegt,
en að fiest af lönduin þessum hafi pá verið samföst,
enda bendir margt til pess, að svo liafi verið. Jarðlög-
in sýna pað alstaðar, að stórkostlegar breytingar hafa
orðið síðan á lögun landanna og hæð yfir sjávarmál.
|>að er ætlun náttúrufræðinga, að pá hafi Island verið
landfast við Grænland og Skotland ; Spitzbergen var á-
fast við Noreg og að norðan og austan við Franz-Jo-
sephs-land og Novaja Semlja ; Beringsundið var pá eigi
til: Ameríka og Asía voru áfastar. A. G. Natliorst lief-