Andvari - 01.01.1887, Síða 136
130
laust áfastar við pær, sem eg áður liefi lýst. J>egar rið-
ið er upp Vaðaldal, sjást hin móleitu leirlög allt af í
hlíðinni að austanverðu milli hlágrýtislaganna ; hækka
þau eptir pví sem norðar dregur, og í nyrzta horni
hlíðarinnar eru pau orðin allra efst. Sést af pessu og af
athugunum við Brjámslæk, að surtarbrandsmynduninni
hallar allri til suðausturs.
Brjámslækur er ágætis-jörð ; landrymið er óprjótandi;
telst undir jörðina allur Vatnsfjörður út á Hjarðarnes
að austanverðu; er allt reifað í skógi beggja meginn við
fjörðinn og Vatnsdalur eitt af hinum fegurstu skóglend-
um á Vesturlandi; fjöllin og dalirnir upp eptir öllu vaxn-
ir lyngi og víðir, og bezti sauðgróður; mætti hafa par
mesta urmul af sauðfé, en hvergi sést kind. TJndir
Brjámslæk heyrir Engey; eru par beztu slægjur, og hefir
hún nú um tíma verið leigð Eyja-mönnum til heyskap-
ar. Jörðin er nú í mestu órækt og niðurníðslu, húsin
nærri fallin, túnið mosavaxið og í flagi, en haugarnir
himinháir.
Hinn 22. júlí fórum við alfarið úr surtarbrandsgilinu
lijá Brjámslæk, og héldum inn með Vatnsíirði; pegar
kemur inn undir eyðikotið J>verá, fer skógurinn að byrja.
Sunnan við annan eyðibæ., sem heitir Hella, rennur vatns-
mikil á til sjávar, sem heitir Penna; rennur hún eptir
allmiklum dal, sem nær upp undír Hornatær; pað er
röð af fjöllum uppi á hásléttunni, eins og risavaxinn
kastalaveggur með skotskörðum á milli. Rétt fyrir inn-
an túnið á Hellu, á melbarði, er dálítil volg laug (31°
C). Fyrir mynninu á Vatnsdal er ís-núið bergliapt, og
stórt vatn fyrir ofan; fellur Vatnsdalsá úr vatninu; hún
er ein af hinum vatnsmestu ám á Vesturlandi; í lienni
var mikill vöxtur, svo við urðum að sundríða hana; taka
við miklir og fagrir skógar austan við ána; tjölduðum
við peim meginn, og skoðuðum dalinn daginn eptir.
Hér liggur vegurinn upp á J>ingmannaheiði; er pað al-
faravegur, pví mjög er krókótt og seinlegt að klöngrast