Andvari - 01.01.1887, Síða 137
131
kringum firðina. Yestan við ána í skóginum er sagt að
rústir séu af smiðju Gests Oddleifssonar; þar er mælt
að hann hafi haft rauðablástur1. Eins og allir vita, er
Vatnsfjörðurinn nafnkunnur í landnámssögu Islands; þar
dvaldi Elóki Yilgerðarson um vetur; »þá var fjörðrinn
fullr af veiðiskaþ ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at
fá heyjanna, ok dó allt kvikfé þeirra um vetrinn.« Nú
er það mjög sjaldan, að þar kemur fiskur. Morguninn
23. júlí riðum við inn í Vatnsdal uþp með vatninu að
austan. Erarn með pingmannaá, í nesinu milli hennar
og vatnsins, er mikill skógur og fagur; er þar kölluð
Mörk ; einstöku hríslur eru jafnháar ríðandi manni,
stærstu lurkarnir á digurð við mannslæri. Eyjamenn
hafa skógarhögg mikið í dalnum og sáust víða lirískestir
við sjóinn ; næst firðinum er skógurinn gjöreyddur, og
víða búið að skemma fegursta skóginn, þó ofarsé; með-
ferðin á skóginum er hér, eins og svo víða á íslandi,
sorglegur vottur um hirðuleysi manna, hugsunarleysi og
vanþekkingu. Að austanverðu við vatnið eru hlíðarnar
aflíðandi hjallar, skógi vaxnir upp á brúnir, en að vest-
anverðu er miklu hrattara. Vatnið er all-langt og mjókk-
ar þegar inn eptir dregur ; ströndin er bein að vestan,
en töluvert vik hogadregið austur úr vatninu. Fram
með vatninu er malarkambur, 10—20 fet fyrir ofan yfir-
horð þess, svo það liefir fyrrum staðíð hærra en nú;
dýpið sýnist vera mikið fast fyrir utan ströndina. Sil-
ungur kvað vera mikill í vatninu, en enginu er þar bát-
ur. Við riðuni inn fyrir vatn og upp með ánni, sem í
það fellur, langa stund, unz dalbotninn hækkar töluvert
og beygist til austurs; liggur hann langt upp til fjalla ;
var þar mikill snjór hið efra og mjög kaldranalegt um-
horfs. J>að er auðséð, að norðanveður eru mjög hörð í
1) Eggert Ólaýsson: íteise igjennem Island. I., bls. 407—
408.
9*