Andvari - 01.01.1887, Side 138
132
dalnum ; hríslurnar liggja flatar út á við eptir stefnu
dalsins ; vindur kemur og til leiðar straumi í vatninu
út með vesturhlíðinni; þar liafa gil borið grjót og sand
niður í vatnið og myndað eyrar, og snúa eyraroddarnir
út, eptir straumfallinu. Fram með vatninu eru víða
stór björg ísnúin. í austurbugðuna á vatninu falla nið-
ur tvö gil, og er par auðséð á jarðmynduninni, að tölu-
verð breyting hefir orðið við landsskjálfta og lögin sigið
á misvíxl. Fyrir framan vatnið er bergbapt, sem áður
hefir verið getið, svo það er auðséð, að vatnið er liolað
eins og aflangt trog niður í blágrýtis-bergið; ofan á
berghapti pessu liggja malarhjallar, og heíir áin skorið
sig gegn um mölina niður að föstu bergi, og eru í henni
fossar áður bún fellur til sjávar. Yið fossana eru glögg-
ar ísrákir (S 38° V), og margir smáir skessukatlar, sem
hnullungarnir í bringiðunni hafa sorfið í bergið. Berg-
haptið fyrir framan vatnið, að sjó, er hér um hil 450
faðmar að pvermáli. Fyrir neðan fossana fellur áin nið-
ur í sprungu, sem stefnir nærri frá vestri til austurs
(Y 15° S) ; pað lítur út fyrir, að sprunga pessi haldi
áfram pvers upp í gegn um fjallið fyrir vestan Yatnsfjörð,
en par er hún óglöggari og grasgróin; margar fleiri
sprungur jafnliliða ganga eins og grænar manir pvers
upp í gegn um fjallið fvrir utan Hellu.
pegar eg var húinn að skoða Vatnsdal, reið eg út með
Hjarðarnesinu; á fjörunum innst í firðinum eru víða
pangvaxnar klappir fægðar af ísnum, með glöggum rák-
um. Út með firðinum að austan er gamalt eyðikot, sem
heitir Uppsalir; pað heyrir undir Brjámslæk. Hjarð-
arnesið að vestanverðu er mjög örðugt yfirferðar, eintóm
klungur og klappir; par er hver blágrýtisstallurinn upp
af öðrum ; landið mjög fagurt og einkennilegt og allt
skógi vaxið. í yzta neshorninu eru mjög skrítnir klett-
ar og nýpur, og mesti urmull af eyjum og skerjum fyrir
raman ; hallast hlágrýtislögin í skerjum pessum alveg
eins og lögin í fjöllunum á landi. Töluvert yfir sjó
A