Andvari - 01.01.1887, Síða 140
134
enda Mjóafjarðar er kringlóttur, mjög reglulegur botn,
og streyma 7 smáár niður hlíðarnar; þar er víða skógi
vaxið. Milli Kerlingarfjarðar og Skálmarfjarðar er ör-
mjótt eiði (100—200 fet á hæð), en Múlanesið fyrir
framan, líklega 15—1600 fet á hæð, þríþyrnt og bratt
á allar hliðar. A eiðinu ganga ísrákirnar frá NA til SY.
]pað er einkennilegt við alla þessa firði, að nesin milli
þeirra eru mildu liærri en fjallið fyrir ofan, og þegar
litið er á múla þessa að norðaustan, þá er lögun þeirra
líka mjög einkennileg; það er eins og þeir séu skafnir að
utan, og í löguninni eins og skip á hvolfi. I Yattarfjörð
rennur töluverð á; hún gengur að vatnsmegni næst
Vatnsfjarðará; hún kvað koma úr vatni við Glámu.
Fremst í dalnum er ísnúið berghapt og á því melhólar,
eins og í Vatnsdal ; sprunga er þar líka austanvert við
ána, og sýnast barmar hennar vera ísnúnir.
Hinn 25. júlí gekk eg upp á Vattarnesfell. ]>að er
fremsti núpurinn á hrygg þeirn, sem gengur út á nesið
milli Vattarfjarðar og Skálmarfjarðar. Kellið er 1275
fet á hæð; grjótið klýfst í hellur, og er mjög veðurbarið
þar á fjallstindinum. ]>ar er ágæt útsjón yfir Breiða-
fjörð og eyjarnar, og um fjöllin og öræfin kringum
Glámu. Gláma er miklu minni í raun réttri en hún
er sýud á Uppdrætti íslands, framt að því helmingi
minni. Hún er eins og fannskjöldur á efstu hálendis-
bungunni, og grysjar sumstaðar í svarta bletti. Upp af
]>ingmannaheiði eru reyndar víða stórir skafiar, en þá
leysir alla, og er því ekki hægt að telja þá til jökulsins.
Á Uppdrætti íslands er Skálmardalsheiðar-vegurinn látinn
liggja yfir austursporðinn á Glámu, |en það er eigi rétt;
þar er enginn jökull. Skálmardalsheiði er opt farin, þeg-
ar menn sækja sjó norður að ísafjarðardjúpi. Norðan
til yfir Glámu liggur vegur, sem kallaður er Glámu-
heiði; hann fara menn úr Arnarfirði og Dýrafirði aust-
ur að fjörðunum, sem skerast inn úr Djúpinu; var veg-
ur sá fyrrum tíðfarinn, en nú fara menn hann sjaldan.