Andvari - 01.01.1887, Page 141
135
|>ar fór þorvaldur frá Vatnsfirði, er lmnn sveik Rafn
Sveinbjarnarson1. 1392 reið Vigfús hirðstjóri ívarsson
með 90 manns, flestalla tygjaða, vestur yíir Glámu, er
hanu fór að sætta þá Björn Einarsson Jórsalafara og
J>órð Sigmundsson'2, og svo er enn víðar, að vegurpessi
er nefndur í fornum bókum. Sveinn Pálsson getur pess,
að til forna hafi verið vegur, sem kallaður var Fjallasýn,
innst frá Isafirði yfir Glárnu vestur á Barðaströnd. Stund-
um var áður farið með suðurrönd Glámu úr Geirpjófsfirði
í Skálmarfjörð, en nú er sá vegur hér um bil aflagður.
Heiðarnar kring um Glámu eru nærri mishæðalausar,
litlar grófir og lægðir með sköflum hér og hvar ; dal-
verpi eru hvergi fyr en fer að draga niður að fjörðunum;
par verða fláir dalbotnar og liryggir á milli, sem ganga
út á nesin. Hið lang-hæsta af pessum fjalladrögum eru
fjöllin norðaustur af Kollafirði; eru pau kölluð Reiðbóls-
fjöll, og eru framhald af Gufudalshálsi; pau sýnast
vera fram undir 3000 fet á hæð. J>að sést víða glöggt
af fjöllunum hér, hvernig blágrýtislögunum hallar niður
að Barðaströnd, og verður landhallinn peim samfara,
en aptur er pverhnýpt niður að Arnarfirði ; pað er eins
og snögglega liefði verið brotið af jarðlögunum peim
megin.
Frá Vattarnesi riðum við inn fyrir Skálmarfjörð ; eru
við botn hans töluverðar eyrar og undirlendi. Dalurinn
upp af firðinum beygist til vesturs, alveg eins og Vatt-
ardalur. Utan í Klettshálsi eru margar sprungur jafn-
hliða dalnum og eins vestanmegin við Skálmarfjörðinn,
alveg eins og landið hefði sokkið par, sem dalurinn og
fjörðurinn eru. Austan við fjörðinn er bær, sem heitir
Illugastaðir, og par fyrir innan eru stórar grjóthrúgur
og hólar, og hinumegin í Kvígindisfirði, beint á móti,
eru eins lagaðar liólahrúgur fyrir innan hornin á fjall-
1) Biskupas. I., bls. 671.
2) Hirðstjóra-annáll. Safn til sögu ísland. II., bls. 627.