Andvari - 01.01.1887, Síða 142
136
inu, sem gengur út á nesið. Maður gæti ímjndað sér,
að þetta væri ísaldarmenjar, sem liafa stæðnæmzt parna,
pegar jökultangar gengu út flrðina; pó liafa skriður lík-
lega tekið töluverðan pátt í mynduninni. Kvígindis-
fjörður er pvengmjór og bratt á báðar hliðar; er hann
ekki ósvipaður Mjóafirði fyrir austan, en fjöllin eru
lægri. Klettsháls nær alla leið úr Skálmarfirði í botn-
inn á Kollafirði; hann er 1020 fet á liæð. Hjá Fjarð-
arhorni í Kollafirði er stór, grasivaxinn skriða, og sjást
í henni gárur bylgjumyndaðar eptir steinrennslið. TJm
kvöldið fórum við að Eyri.
Um morguninn 26. júlí riðum við upp í Kálfadal,
sem gengur til austurs innarlega frá Kollafirði. í dal
pessum er töluvert undirlendi grasi vaxið, engjar góðar
og haglendi ; par er einn bær og 2 sel. í miðjum
dalnum, pvert yfir að ánni, sem par rennur að vestan-
verðu, eru stórar holtahrúgur, grjótleifar framan af rönd-
inni á gömlum skriðjökli. Efst í dalbotninum koma nið-
ur mörg gil, og hafa grafið sig gegn um pykkt lag af
lausagrjóti. I einu aðalgilinu, sem kemur frá austri, er
einkennileg líparít-myndun, og má finna mola paðan
niður með allri Múlaá. J>ar eru stórar klappir af gul-
um, grænum og svörtum biksteini; hin eiginlega líparít-
-myndun er mórauð eða gulmógrá, og er par hnoðað
saman hér og hvar eintómum steinkúlum (»sphærolith-
um«). Líparít-myndanir eru mjög sjaldgæfar á Vestur-
landi, og voru ekki kunnar fyr nema á einum stað, ná-
lægt Bæ í Króksfirði'. Seinna um sumarið heppnaðist
mér að finna pess konar myndanir á 5 stöðum á Strönd-
um.
Erá Eyri fór eg yfir Gufudalsháls. Hálsinn er mjög
brattur að vestan, og utan í honum peim megin hjall-
ar af brimbörðu grjóti, 191 fet yfir sjávarmáli. Háls-
1) Sbr. C. W. Schmidt: Die Liparite Islands (Zeitschrift
der deutachen geologischen Gesellschaft. 1885. 37. bindi).