Andvari - 01.01.1887, Page 143
137
inn er mjór að ofan og 1224 fet á hæð. Gufufjörður
er nærri fylltur af árburði. All-langur dalur er inn af
honum með töluverðu undirlendi; áiu er ekki svo lítil,
og tvö vötn uppi í dalnum. Ytra vatnið er miklu
stærra, og hefir pað myndazt á þann hátt, að áin úr
Alptadalnum hefir borið fram mikið af grjóti og aur
pvert á Gufudalsána, svo hún helir stýflazt; við pað hefir
vatnið myndazt. Alptadalsáin brýzt gegnum háa mal-
arkamha og út með Gufuíirðinum sést liár malarkamb-
ur út í nestá, töluvert fyrir ofan sjávarmál. Við riðum
fram hjá kirkjunni, sem stendur einmana á láglendinu,
og er mjög fornfáleg, og yíir ána ; ríður maður síðan
upp skeifumyndaðan dal mjög grösugan, og svo yfir lág-
an háls niður að Djúpafirði.
þegar riðið er niður af Djúpadalshálsi, er á vinstri liönd
djúpt gil, og í pví margt allmerkilegt í jarðfræðislegu
tilliti; par eru margir gangar, og hafa töluverðar breyt-
ingar orðið á berginu, en ýmsar steintegundir hafa mynd-
azt og setzt í glufurnar. Við riðum inn með firðinum,
fyrir botn hans og yfir Hjallaháls. pegar dregur nokk-
uð inn með firðinum að vestan, verða fyrir manni smá-
molar af silfurbergi. Blágrýtislögin í fjallinu eru mjög
hraunkennd og óregluleg; allhátt uppi sjást í fjall-
inu ljósleitir klettar ; par er sundur-etið blágrýti, og í
pví eintómar smáholur með »zeolipum«, kalki og öðrum
steinefnum. Litlu innar rennur lækur niður í leysing-
um, og verða par dálítil gljúfur, optast vatnslaus ; má
neðan frá sjó sjá par uppi hvíta mön upp gilið, eins og
par væri hálfbráðinn, óhreinn snjór, en par er töluvert
af kalki og silfurbergi. Hefir par einlivern tíma í fyrnd-
inni myndazt sprunga pvers upp í gegn um fjallið, en
síðan hefir vatn hlaðið upp leystum steinefnum, pó eink-
um kalki, síazt inn í sprunguna, og hefir pá kalkið og
silfurbergið tekið á sig kristallamynd og fyllt allar rif-
urnar í berginu; er auðséð, að pau lögin hafa fyrst
myndazt, sem næst eru sprungubörmunum, og sumstað-