Andvari - 01.01.1887, Side 144
138
ar hefir steinmyndunin frá báðum hliðum eigi náð sam-
an í miðjunni, svo par verður bil á milli; par heíir pví
fremur verið ráðrúm fyrir stóra kristalla að myndast, og
eru par stórir skáteningar (rhomboedra) af silfurbergi,
3—4—5 þuml. að þvermáli. Á milli silfurbergskrist-
allanna eru víða lög og kranzar af »desmínum«, alveg
eins og í silfurbergsnámunni á Helgustöðum. Stefnan á
þessum kalkspath-gangi er nærri frá norðri til suðurs,
lítið eitt hallandi til vestur (N 8° V); er liann sum-
staðar eins og samtvinnaðar margar smásprungur og
sunduretnir blágrýtis-kaflar innan um kalkið, og ofan til
kvíslast úr honum smærri gangar; á einum stað ofarlega
gengur yfir hann þveran önnur sprunga, full af »kalk-
spathi* og »zeolíþum«. Kalkið kemur neðst fram í gil-
inu 300 fet yfir sjó, en gangurinn nær að öllum líkind-
um þvers upp úr fjallinu, og er víðast 3—4 fet á þykkt;
mjög illt er að klöngrast þar upp eptir. par sem eg
kom efst (450 fet y. s.) fóru sprungurnar að skiptast
nokkuð, en engan veginn var þar orðin veruleg rénun á
kalki. Myndun þessi öll er mjög lík því, sem er í Helgu-
staðafjalli við Reyðarfjörð á Austurlandi; ekki er gott
að vita, nema til sé graíið, hve gott silfurbergið er, en
hér er auðsjáanlega mikið af bezta kalki, þó örðugt sé
að ná því.
tTr Djúpafirði fór eg yfir Hjallaháls (1147 fet) yfir að
forskafirði; fjörður þessi er, eins og sést á Uppdrætti
íslands, fjarska langur og mjór, og er æði-leiðinlegt að
ríða inn fyrir hann, þegar ekki fæst fjara. í firðinum
hjá Hjöllum eru svokallaðar Kóngavakir; ganga ýmsar
munnmælasögur um, að þar sé undirgangur allt norður
í ísafjörð'. Kóngavakirnar eru langur og djúpur áll í
fjarðarbotninum, og verður þurt að þeim um stórstraums-
fjöru, og er í þeim ákafur straumur; standa þær líklega
eitthvað í sambandi við flóð og fjöru, því inn á löngum
i) Sbr. Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur I. bls. 662—63.