Andvari - 01.01.1887, Page 146
140
af eyjum og skerjum, og segir Eggert Ólafsson, að par
séu 300 eyjar; Snæfellsjökull blasir við og fjöllin á Snæ-
fellsnesi; út með norðurströnd Breiðafjarðar teygir liver
höfðinn og hamarinn sig fram fyrir annan alla leið
vestur í Skor, en Skarðstrandarfjöllin há og mikilfengleg
blasa við beint á mót fyrir sunnan fjörðinn. Malar-
hólarnir, sem Reykhólabær stendur á, eru allstórir um
sig, og kemur heita vatnið út undan rönd hólanna og
pó mest að sunnan og suðvestan. Hólahrúga pessi hefir
einhvern tíma í fyrndinni yerið í sjó, grjótið er allt
brimbarið, leirlög og möl á víxl. Meðan Reykhólar enn
pá voru í sjó — líklega nærri landi —, kom lieita vatnið
upp á milli steinanna og safnaðist pá töluvert dýralíf
að velgjunni. Kring um inarga af hverunum er mesti
urmull af skeljum og skeljabrotum; hafa sumir ímynd-
að sér, að hér væru leifar fornmanna, er peir hefðu soð-
ið skelíiska í hverunum; en pað er auðséð á skeljunum,
að pessu er ekki svo varið; par er mest af óætum smá-
kúfungum og smáskeljum af ýmsum tegundum, sem eng-
um inanni hefði dottið í hug að fara að lirúga upp í
kring um hverina. Suðvestur af bænum gengur dálítill
höfði út úr hólahrúgunni og á honum eru tvær nybbur;
heita pær Hellishólar. Erarnan í nyrðri nybbunni má
glöggt sjá sprungu og hafa jarðlögin par gengið á mis-
víxl; um slíkar sprungur kemur heita vatnið að neðan.
Neðan undir hólum pessum eru aðalhverirnir: fyrst Ivrafi-
andi (97° C) og norður af honum Gullhver (90"), Pét-
urshver (85 ) og Runkhúsahver (91''). Kraflandi er
dálítill reglulegur kringlóttur bolli í fasta klöpp, tvö fet
að pvermáli og tvö á dýpt, og gengur hola inn undir
hólinn; vatnið er sibullandi, en sýður pó ekkinemarétt
upp á barmana. Eggert Ólafsson segir’, að pá hafi
Krafiandi gosið við og við 2 álnir í lopt upp, en áður
1) Reise igjennem Island I. bls. 383; þar er talað um Reyk-
hólahveri bls. 382—85, 409 og 410.