Andvari - 01.01.1887, Side 148
142
frjóvir akrar, svo par var jafnan nýtt nijöl brúkat til
eins ok annars ágætis«'. A öldinni sem leið bugsuðu
menn mjög um að nota jarðhitann á Reykhólum til
pess að brenna salt úr sjó. Eggert ólafsson ræður til
pess í ferðabók sinni, að nota hverina til saltbrennslu.
Magnús sýslumaður Ketilsson* skoðaði hverina og gerði
tilraunir í pá stefnu 1754. Arið 1770 var sett priggja
manna nefnd til að íhuga ástand landsins og gera upp-
ástungur til pess að bæta úr högum þess; pessi nefnd
tók meðal annars til álita, hvort ekki skyldi koma á
saltbrennslu á Reykhólum og Reykjanesi í Isaíjarðar-
sýslu; árangurinn varð sá, að menn settu á stofn salt-
brennslu á Reykjanesi í ísafjarðarsýslu 1773, en pað
varð pó eigi að verulegum notum. A Reykhólum pótti
verra viðfangs sökum hafnleysis, pó voru peir Walter
og Usler sendir pangað 1776; komust peir að peirri
niðurstöðu, að par mætti hafa 124 saltpönnur og álitu,
að par mætti fá 125 tunnur af salti á mánuði, en töldu
pó saltbrennslu á Reykhólum mjög kostnaðarsama, enda
varð ekkert af pessu1 2 3. Nú á tímum mun varla vera
tilvinnandi að hafa saltbrennslu liér á landi, af pví salt-
ið fæst svo ódýrt frá öðrum löndum; öðru máli var að
gegna á fyrri öldum, pegar samgöngur allar og aðflutn-
ingar voru svo örðugir. Eggert Ólafsson (bls. 409) seg-
ir, að Hornstrendingar hafi. á peim dögum soðið salt úr
sjó til heimilisbrúkunar, af pví peir gátu eig náð í
pað úr kaupstöðum, og í fornöld var saltbrennsla alltíð,
sem sjá má af sögunum, fornum bréfum og skjölum.
Við fórum frá Reykhólum 30. júlí inn með Berufirði.
I fjallinu fyrir ofan Reykhóla eru margir gangar og
stórir; hliðin sést á einum gangi upp í gilskoru í fjall-
1) Sturlunga Kmh. 1817. 1. kap. 13. bls. 23.
2) Deo, regi, patriæ. Soröe 1768. bls. 234—36. M. Eetilsson:
Islandske Maanedstidender 3. Aarg. bls. 157—166.
3) Sbr. 0. Olavius: Oeconomisk Reise igjennem Island. Kbb.
1780, formáli bls. 175—178.