Andvari - 01.01.1887, Qupperneq 149
143
inu og lieitir hann Sléttaberg, og er á landamerkjum
milli Reykhóla og Miðhúsa. Fyrir neðan fjallið er
samauhangandi lijalli með brimbörðu grjóti og eru
Reykhólar (tilsýndar að sjá), fremst á rönd pessa hjalla.
Fyrir innan Barma eru stórkostlegar skriðuhrúgur
(Barmahraun), og par fyrir innan kemur Barmahlíð;
lilíð pessi er einstaklega fögur, eins og um hana heíir
verið kveðið. par eru lyngivaxnar brekkur, skógur og víða
blágresi, og önnur fögur fjallablóm. Inn með hlíðinni
allri eru tveir hjallar, hvor upp af öðrum, og eru peir
merki um tvenna sævarhæð á fyrri tímum; er neðri
hjallinn hjá Barmahrauni, 124 fet á liæð yfir sjó, en
hinn efri 226 fet; efri lijallinn er 80 faðmar á breidd,
en hinn neðri rúmir 130 faðmar. Hjallar pessir eru
glöggir kring um allan Berufjörð. fegar liafið stóð
hærra en efri hjallinn, hefir Reykjanesfjallið annaðhvort
verið frálaus ey, eða mjög lágur grandi heíir tengt pað
við meginlandið. Inn af Berufirði er grösugt land, en
bakvið eru Vaðalfjöll (1636 fet), breið og ávöl, með kletta-
strýtu upp úr, sem er eins og kýrspeni að sjá frá Beru-
firði. Austanvið fjörðinn gengur fram einkennilegur
tangi, Borgarnes, eru tveir fjallshnúðar á nesinu og
breiðir, flatir bjallar á milli, en fremst á nestánni lieit-
ir Bjartmarssteinn. Hjallarnir á Borgarnesinu eru hin-
ir sömu og Barmahlíðarhjallarnir eða framhald af peirn;
hærri hjallinn er slitinn í sundur um mitt Borgarnesið
og í dæld peirri, sem par verður austan til, eru tvær
tjarnir; hefir par áður auðsjáanlega verið eitt vatn, tölu-
vert stærra en báðar tjarnirnar. Neðri hjallinn dregur
sig inn með Króksfirði öllum og á honum standa hœirn-
ir, en hærri hjallann má greina fyrir ofan bæina. Aust-
an í Borgarnesinu er á einum stað hellir í berginu, og
er hann jafnhátt og efri hjallinn; auk pess eru hell-
ar neðar en lægri hjallinn. Uni Borgarnesið eru í möl-
inni víða líparítmolar, og hafa peir eflaust fyrrum bor-
izt úr fjöllunum fyrir ofan Bæ í Króksfirði. Hvergi á