Andvari - 01.01.1887, Side 150
144
landinu hefi eg séð jafn miklar og glöggar menjar þess, að
sjórinn hefir til forna náð hærra upp en nú. Má fylgja
pessum malarkömbum og hjöllum alla leið inn í Gils-
fjarðarbotn, þó sumstaðar verði hlé á; Saurbærinn liinum
meginn fjarðar sýnist vera hjallamyndun af sama tagi.
1 fjöllunum upp og inn af Bæ í Króksfirði eru miklar
liparít-myndanir og sjást par tilsýndar gulir, livítir og
grænleitir blettir. TJm Geiradalinn fer að verða nokk-
ur breyting á halla hlágrytislaganna; hingað til hallast
lögin inn með öllum Breiðafirði til suðausturs, en nú
fara pau að hallast til norðurs og norðausturs, og stend-
ur pað í nánu sambandi við myndun Steingrímsfjarðar-
ins. Úr Gróustaðamúla hafa fallið niður stór björg af
samanhnoðuðum hrauumolum og móbergi, og efst í fjöll-
unum norðan við Gilsfjörðinn, upp undir brúnum, eru
móleit og gulleit móbergslög milli basaltlaganna; má
vel vera, að jarðlög pessi standi í sambandi við surtar-
brandsmyndanirnar í Steingrímsfirði. Gilsfjörður er
grunnur mjög að framan, svo menn verða að sæta sjáv-
arföllum til pess að komast par inn á skipum; hlíðarn-
ar eru brattar beggja megin. Botn fjarðarins hjá Kleif-
um er skeifumyndaður, hver hamarstallurinn upp af
öðrum og fellur Kleifaá par niður; í henni er Gullfoss,
og nokkrir smáfossar eru par aðrir. Fyrir neðan Kleif-
ar eru sléttar engjar mjög blautar, síki og forir; hættir
ókunnum við að ríða fram með sjónum, pví par sýnast
ekki vera neinir örðugleikar og hefir pví ýmsum orðið
hált á pví; við áttum t. d. töluvert örðugt með að ná
upp liesti, sem ofan í fór; vegurinn liggur ofar hjá
Brekku og Kleifum, og er ekki sem beztur.
I Ólafsdal var eg einn dag um kyrrt hjá Torfa Bjarna-
syni. Ólafsdalur er djúp dalhvilft, lukt háum fjöllum á
alla vegu, nema út að firðinum; sjást par ýmsar menjar
eptir jökullireyfingu á ísöldinni; ganga gilskvoinpur nið-
ur í dalbrúnirnar, hin mesta innst og tvær að vestan,
en að austanverðu er djúp hvilft í fjallið og ekkert gil