Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 154
148
túninu. I mýrinni fyrir utan bæinn kemur víða niður
á rekavið ef stungið er, og er hér um bil ein stunga
niður að spítunum. Á Kollafjarðarnesi hafa verið gerð-
ar mikiar jarðabœtur og svo er víðar hér um slóðir;
búskapurinn er í syðri hluta Strandasýslu í bezta lagi,
eptir pví sem um er að gera hér á landi, en hin sein-
ustu harðindaár hafa mjög sorfið að mönnum, svo menn
liafa eigi getað gjört jafn miklar jarðabætur sem fyr.
Frá Kollafjarðarnesi fór eg að Tröllatungu. Veðrið var
gott pegar við fórum inn með Gálmaströnd, sjórinn
spegilfagur og alstaðar krökkt af æðarfúgli með unga
sína; ströndin er slétt, en mjó, og hamrabelti fyrir ofan,
gamlar malarrastir hátt upp eptir, en gangbríkur úr
fjallinu hið efra; rekaviðarkubbar voru alstaðar í fjör-
unni; Skálholtskirkja átti áður a.U af pessum reka. í
Tröllatungu dvaldi eg 5 daga, til pess að skoða surtar-
brand og steingjörfinga par í nágrenninu.
Steingrímsfjörður er stærstur allra fjarða í Stranda-
sýslu; hann er um mílu á breidd um mynnið og 3 '/2
míla á lengd; gengur liann fyrst til vesturs, en mjókk-
ar svo og beygir til norðvesturs, en innsta totan stefn-
ir liér um bil í hávestur. Fjöllin eru frernur lág beggja-
megin fjarðar, en jarðlögunum hallar beggja megin nið-
ur að íirðinum, að sunnan til KA, en að norðan til SA.
Að norðanverðu ganga engir dalir upp frá sjónum;
gengur par jöfn hálshlíð jafnhliða sjónum og er par mjög
hrjóstrugt, klungur og klappir víðast hvar fram í sjó,
fremst er Bæjarfell eins og höfði framan á pessari
hlið. Sunnanfjarðar ganga stórir dalir út að Steingríms-
firði; yzt gengur suður í fjöllin Heydalur og svo Mið-
dalur; upp frá Húsavík gengur allbreiður dalur eða lægð
suður á við og skiptist hjá Tröllatungu í tvennt, heitir
eystri dalurinn Tungudalur, en hinn vestari Arnkötlu-
dalur. Ganga ýmsir vegir suður heiðar niður að Breiða-
firði og Gilsfirði, og eru pessir helztir: Hallruni úr Mið-
dal suður að Brekku við Gilsfjörð, Tröllatunguheiði suð-