Andvari - 01.01.1887, Page 155
149
ur í Geiradal, og Bæjarheiði úr Arnköfcludal niður að Bæ
í Króksfirði, og er hún tíðfarnasti vegurinn. J>egar
kemur inn undir Kálfanes, fer suðurströnd Steingrírns-
fjarðar að verða hrjóstrugri; ganga par fram fell og mýr-
ar og dallivilftir og skvompur á milli, en inn af fjarð-
arbotninum ganga tveir allmiklir dalir með töluverðu
undirlendi, sunnar Staðardalur, en norðar Selárdalur;
hafa dalir pessir áður verið fjarðarhotnar og liafa pá úr
innsta liluta Steingrímsfjarðar gengið tvær kvíslar, önn-
ur í vestur, en hin til norðvesturs.
Niður eptir Arnkötludal og Tungudal renna tvær ár
samnefndar dölunum; renna pær sarnan áður en pær
falla út í fjörðinn og heitir par Hróá. Tunguá rennur
í gljúfrum niður hjá Tröllatungu. Yið vesturbakka ár-
innar í árgljúfrinu er surtarbrandurinn og steingjörving-
arnir, rúma 600 faðma fyrir sunnan bæinn. Surtar-
brandsmyndunin kemur fram undan háu stuðlabergi, og
sjást par hvít leirlög niðri við ána. Surtarbrandurinn
er mikill og góður og hæglega má losa stórar og pykk-
ar hellur, sem væru ágætar til eldsneytis, ef menn vildu
nota pær. Surtarbrandsmyndunin kemur fram hér um
bil á 60 álna sviði, og eru par ýmisleg leirlög, flest
gráleit; neðst í smágjörvum hvítum leir eru trjáblöðin,
og sjást pau einstaklega vel, svörtblöðin á hvítum grunni;
sést hver taug glögglega og hver skora á blaðröndunum.
Næst blágrýtinu er surtarbrandur hnoðaður saman við
hraunskánina neðstu; á einum stað í holu neðan í blá-
grýtisröndinni fann eg leifar af trjástofni, sem hefir orð-
ið fastur í hrauninu, er pað rann. Sum af leirlögunum
eru full af vikurmolum og liafa vikurgos auðsjáanlega
eytt skógunum fyr á tímum; halli surtarbrandslaganna
eptir gilstefnunni til norðurs er hér um bil 4°. I
Tungudal vottar víðar fyrir surtarbrandsmyuduninni í
giljum, t. d. í Bjarnagili rétt fyrir suðvestan Trölla-
tungu vestan við ána, og eins fyrir neðan Hlíðarsel ofar
í dalnum, en hvergi gat. eg pó fundið steingjörvinga; í,