Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 157
151
grýtinu í hjallaiöndinni; rúmum liundrað föðmum fyrir
neðan gilið fann eg undir blágrýtinu trjástofna stein-
runna, uppstandandi; peir voru 1—11 's fet að pvermáli;
heiir kísilblandað vatn síast gegnum pá, svo peir eru
orðnir harðir og pungir, en árhringir og hvolfabygging
öll sést glögglega.
Frá Húsavík riðuin við inn með firði; á leiðinni eru
eintóm smáfell ísnúin, og hallar peim öllum norður og
austur, en eru pverhnýpt að suðvestan; hjá Kálfanesi
ganga fjöllin nær sjó og eru fellahrúgurnar stærri og
óreglulegri og djúpar hvilftir innan um. Hjá Ósi er
hringmynduð hvilft inn í bergið og botninn marflatur
með mýrum og flóum; hefir sjór áður náð inn í petta
vik, enda eru malarkambar, sem benda á hækkun lands-
ins, út með öllum Steingrímsfirði að sunnan. Staðar-
dalurinn er breiður og sveitarlegur og fiatur 1 botninn;
áin, sem uin hann fellur, er æði-vatnsmikil, en pó er sú
stærri, sem rennur um Selárdalinn. J>að var fremur
kaldranalegt að líta inn í Selárdalinn, skaflar niður í
miðjar hlíðar; melahrúgur nokkrar eru í dalmynninu,
en ofar er hann marflatur og mjög grösugur; kvað par
vera gott undir bú. Út með firðinum er slitróttur veg-
ur og mörg klif og hamrar, smá nes og tangar, sum-
staðar litlir hólmar við landið með töluverðu æðarvarpi,
t. d. hjá Hellu. Alstaðar eru klappirnar ísnúnar, og
sjást rákirnar sumstaðar ágætlega vel, einkum par sem
jarðvegurinn er nýlega rifinn af klettunum. Alstaðar eru
kópar að leika sér á steinunum og skerjunum, enda er
ströndin kölluð Selströnd. Nokkurn spöl fyrir utan
•Kleifar gengur inn breið vík, sem heitir Keykjavík; par
við víkurbotninn að austanverðu, rétt í flæðarmáli, eru
hverir fyrir neðan kletta, sem heita Hverakleifar. Hver-
arnir hafa myndað tvo litla hjalla við sjóinn úr saman-
^ökuðu hverahrúðri og basaltmolum. Ttri hverahjallinn
er um 6 fet á hæð yfir sjávarmál, um 70 álnir á lengd
°& 20 á breidd um miðjuna; streymir vatnið niður af