Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 158
152
hjallanum í sjóinn og kemur mest upp um 3 göt, og
eru myndaðir djúpir farvegir niður frá liverju gati; pó
koma líka vatnsbólur upp um rifur hér og hvar og
myndast par volgir smápollar. Olavius lýsir hverum
pessum í ferðabók sinni; segir hann hitann í syðstu
holunni 55" R. (= 69° C.), en miklu minni í miðhol-
unni, en í nyrztu holunni gat hann ekki mælt, pví sjór
féll par yfir; nú var hitinnjafn í öllum holunum, 76" C.;
eptir mynd Olavíusar og lýsingu er allt útlit til pess,
að hverir pessir hafi nokkuð breyzt síðan hann fór par
um, 1777. Minni hjallinn er hjer um bil 12 föðmum
innar; hann er um 30 álnir á lengd og 2—3 álnir á
breidd; er sprunga eptir honum endilöngum og streym-
ir heita vatnið upp um suðurenda hennar; hitinn er par
76'/a" C. I basaltklettinum, sem undir er, eru margar
smásprungur, og eru pær fullar af kalki og öðrum stein-
efnum, sem vatnið hefir leyst úr berginu. Olavius get-
ur ekkert um pessa innri hveri, og má vera, að peir
hafi ekki verið til, er hann fór par um, en hafi mynd-
azt seinna. Hverar pessir í Reykjavík sýnast vera bundn-
ir við sprungu, sem liggur nærri frá suðri til norðurs
(N 10" V); í minni hjallanum er vestari sprungubarm-
urinn hærri. Úr Reykjavík fórum við að Gautshamri,
og vorum par tvo daga í tjaldi til pess að skoða stein-
gjörvinga og surtarbrand, sem par er víða í fjöllunum.
Rétt fyrir utan Gautshamar renna tveir lækir til sjávar
og hafa grafið sér djúpa farvegi; keinur annar niður með
Margrétarfelli að austan, en hinn austan með Torffelli;
fram með lækjum pessum koma alstaðar fram mislit
leirlög og önnur jarðlög, er fylgja surtarbrandinum. Um
miðjuna á eystra gilinu hafa fundizt steingjörvingar í
leirjárnsteini á líkan hátt eins og við Húsavík. par
hafa fundizt: lilynur (Acer otopterix), víðirtré (Salix
macroþhylla), „Khus Brunneri“, eltingartegund (Equ-
isetum WinJcleri), og nokkurs konar brúsahöfuð (Spar-
ganium valdense). Yestan í Margrétarfelli í brattri