Andvari - 01.01.1887, Side 159
153
brekku eru töluverðar surtarbrandsmyndanir; þar fann
eg dálítið af blöðum steingjörðum, einkum af furutegund.
Surtarbrandur er þar eigi all-lítill, einkum í miðri brekk-
unni. Töluverðan kipp fyrir utan Gautshamar er gil,
sem lieitir Gunnarsstaðagróf; par er líka surtarbrandur,
steinbrandur og mislitar leirtegundir, mest hjá forsi nál-
lægt sjó, en líka norðar, uppi undir Bæjarfelli; stein-
gjörvinga fann eg pó enga á hvorugum staðnum. Meðal
annars gekk eg upp á Bæjarfell; pað er hór um bil 1000
fet á hæð. þaðan er góð útsjón yfir heiðina alla milli
Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar; eru par eintóm-
ar klappir með dældum og öldum, og vötn hér og hvar;
pað er eins og heiðin sé nýkomin undan jökli; allt er
par siétt og fágað. Af fellinu gat eg talið yfir 20 vötn
og tjarnir á heiðinni; TJrriðavötn upp af Kleifum eru
einna stærst og svo Bæjarvötn norður af fellinu; hallinn
á blágrýtisrákunum sést glögglega og hallar peim öllum
til SA, og bak við hina uppstandandi enda á blágrýtis-
lögunum að norðvestan eru vötnin og tjarnirnar; heiði
pessari hallar jafnt og pétt upp að Trókyllisheiði. Bæjar-
fell er pverhnýpt að framan, og eru par eintóm mislit
leirlög og móberg og surtarbrandur nokkur. Meðan eg
var við Steingrímsfjörðinn að skoða surtarbrandinn og
safna steingjörvingum, var allt af rigning og krapakaf-
ald og liitinn sjaldan meiri en 2—4°, og var pað mjög
illt og ópokkalegt verk, að safna steingjörvingum í
gorblautum leirskriðum í jafnvondu og kaldranalegu
veðri.
Frá Gautshamri fór eg út með firði að Bæ, og paðan
norður Bjarnarfjörð. Skammt frá landi í mynni Stein-
grímsfjarðar er klettótt eyja, sern heitir Grímsey; par er
dálítið af surtarbrandi, leirlög og móbergsmyndanir all-
merkilegar, sem Winkler hefir lýst'. Eyja pessi er nú
1) G. G. Winkler: Island. Der Bau seiner Gebirge etc.,
bls. 142—144.