Andvari - 01.01.1887, Síða 160
154
óbyggð, en þar var bær á öldinni sem leið (1771—86).
Skálholtskirkja átti eyna, en seldi bana 1790 fyrir 44
ríkisdali. I Bjarnarfirði eru margar laugar. í Kaldrana-
nesi er dálítil laug niður við sjóinn (33" 0.); i Ásmund-
arnesi er laug iítið fyrir vestan túnið (31° C.); auk þess
eru laugar á Bakka, Svanshól, Goðdal og mest á Klúku;
þar er laug, gömul, í móhellu, upphlaðin, skammt fyrir
norðvestan bæinn, og er hiti í henni 39'/5°; utan við
túnbarðið er önnur laug upphlaðin, dálítið heitari (42 '/*0);
þar er kálgarður hjá lauginni og er það mjög sjaldgæft
á Ströndum. Bjarnarfjörður er grunnur og fjarar tölu-
vert út úr honum; dalbotninn inn af er flatur og mjög
lítið yfir sjávarfleti; malarkambar og ýms önnur merki
eptir hækkun landsins eru hér víða. Á Kaldrananesi
eru skeijar nokkuð fyrir ofan sjó og gamall rekaviður í
jörðu. I Reykjavík eru engar laugar, þó nafnið sýnist
benda á þær; þar er dálítill kálgarður, á stærð við meðal-
stofugólf
Úr Bjarnarfirði reið eg norður Bala á Reykjarfjörð.
Rétt fyrir utan Reykjavík er malarkámbur hátt yfir
sjó, og helzt hann norður með strönd, norður fyrir Eyj-
ar. Undirlendi er ekkert á Bölum, að svo megi heita;
ekkert nema flatur fjallsfóturinn með sjónum; er þar
mjög gróðrarlítið og kaldranalegt, enda eru fjöllin liá,
úti við reginhaf og sífelldir kuldanæðingar norðan úr ís-
hafi. í Bjarnarfirði er miklu grösugra; þó skaflarnir
næði víðast hvar niður undir tún, þá var þó opt skrúð-
grænt fram með röndum þeirra. Asparvíkurdalur er
eini dalurinn, sem gengur inn í fjöllin fyrir sunnan
Eyjar; er það djúpur skeifumyndaður botn með fönnum,
mýrum og lyngbrekkum á víxl. Bærinu í Eyjum stend-
ur á hrjóstrugu nesi; er illt að ná í slægjur, en aðal-
hlunnindin ern æðarvarp, því af eyjum fyrir framan
fást 50—60 pd. af æðardún. Slægjur verður að sækja
inn í Bjarnarfjörð. í skerjunum fyrir framan vex mik-
ið af skarfakáli; og eins vex það utan í bæjarveggjun-