Andvari - 01.01.1887, Side 161
155
um og á þakinu. Skarfakálið er notað á ýmsan hátt:
saxað niður og kaft í súpur og grauta, súrsað í pví
slátur o. s. frv. Hér í fjörðunum eru bæjarveggir víð-
ast hvar hlaðnir úr klumbuhnausum; peir eru þríhyrnd-
ir og ganga toturnar á misvíxl inn í vegginn; strengir
eru hafðir milli klumbulaganna til að binda. Frá Eyj-
um liggur leiðin út með Eyjahyrnu og fyrir Kaldbaks-
horn. Ejöllin eru há og pverhnýpt upp af Eyjum; fell-
ur par niður á, sem lieitir Blæja; nokkru utar er skál
niður í fjallsbrúnina, sem heitir Yambaldahvolf, og koma
þaðan opt snjóflóð á vetrum. Yambaldar heita sker
fyrir framan. Kaldbakshorn er pverhnýpt og mjög
hrikalegt, og fyrirneðan liggur vegurinn yfir urð af eintóm-
um stórbjörgum; að norðanverðu gengur hrikaleg gjá
upp í gegnum fjallið; hún lieitir Svansgjá; par er sagt,
að Sv'anur gamli hafi gengið í gegnum fjallið. í Kald-
baksvík er mjög einkennilegt land; fjöllin há og krika-
leg á báða vegu; óvíða hefi eg séð byggt land eins stór-
hreinlega fallega-ljótt eins og hér, og úvistlegt sýnist hér
vera fyrir pann, sem kemur úr frjósömum héruðum;
pað var ekkert undarlegt, pó Önundur gamli tréfótur
léti sér petta uin munn fara, er hann varð að yfirgefa
óðul sín í Noregi: »Kröpp eru kaup, ef hrepp ek Kald-
bak, en ek læt akra*.
Frá Kleifum í Kaldbaksvík fórum við upp dalinn, til
pess að skoða Hveratungur fyrir ofan dalbotninn; vatn
er rétt fyrir ofan bæinn og í pví nokkur silungsveiði;
fórum við upp með Kaldbaksá; er par mýrlendi mjög
snöggt, og pegar innar dregur stórir blettir af gulvíðir
og eyrarrós. Fjöllin eru pverhnýpt og kroðaleg gljúfur
á báða vegu, eins og hyldýpissprungur gegnum hamra-
beltin. Innst í dalnum eru tveir hólar, sem eru kall-
aðir önundarhaugar; en á þeim er ekki mannaverk að
sjá; pað eru liaugar af stórgrýti geysistórir, sem jökull
hefir ekið á undan sér. Niður hamrana í dalbotninum
fellur áin forsandi alla leið og breiðir sig út um bergið,