Andvari - 01.01.1887, Page 165
159
til lilutar, og var allur veiddur hákarl fluttur á land,
og var fá eigi lengra til miða sótt en hálfa aðra viku
sjóar. dSTií er hætt að róa í Skféflum, en á Gjögri voru
1838 20 róðrarskip'. Ovíða á íslandi er víst liákarl
jafnmikið hafður til matar eins og á Ströndum; alstaðar
sjást hákarlahjallarnir; þeir eru svo, að 4 steinstöplar
eru hlaðnir og þak yfir úr torfi og rekavið, og svo rær
undir með liákarli. Eggert Ólafsson getur þess í Skjald-
meyjarkvæði, að hákarlinn sé eitt ágætið á Hornströnd-
um; shvað er hetra en hákarlinn hér á landi að finna«,
segir Eggert, og svo rétt á eptir: »af honum liengjast
ósköpin upp í hjall á stöngumc; það sést víða af kvæð-
um Eggerts, að liákarlinn hefir þá verið álitinn ramm-
íslenzkur kosta-matur, því »háharls-kaup herða tær og
fingur«.
Reykjánesið allt hefir einhvern tíma verið undir sjó;
það sést glöggt af Reykjaneshyrnu; austur af Reykjanes-
bænum er vik upp í landið, og þar er hver brimbarinn
malarkamburinn upp af öðrum; nesið er~ að ofan flatt
og á því vötn og tjarnir; Gjögurvatn er stærst, svo eru
Hólmavatn, Stekkjarvatn og Mjóavatn minni. Sunnan
í nostánni við Gjögur er roksandur. Suðaustur frá
Reykjanesbæ eru björg við sjóinn, og fyrir utan þau er
Laugavík; þar í fjörunni er gamall basaltgangur (H 14°
Y), og fram með vesturhlið lians bullar upp lieita vatn-
ið, og er hitinn þar víðast 65—68°, mestur 69°, en
nokkru utar, vestan við Akravík, í laugum, er fylgja
sprungu í sömu stefnu, 73°. Blágrýtið kringum þessar
laugar er fullt af sprungum og í þeim kalk, silfurberg
og »zeolíþar». í Akravík eru sandbakkar og 1 bökk-
unum á köldum læk kemur heitt vatn upp um sandinn
(68 */2°); víða eru þar rekadrumbar 1 jörðu. Til þoss að
komast í Trékyllisvíkina frá Reykjanesi, verður að fara
ofarlega í Reykjanesliyrnu, því hið neðra eru sökkvandi
mýrasund og forir. í Trékyllisvíkinni er fallegt lands-
1) Gestur Vestflrðiugur 1848, 2. árg., bls. 5