Andvari - 01.01.1887, Síða 167
161
og góð bygging; stórir túngarðar úr steini og nátthag-
ar. Ófeigsfjörður er góð jörð og töluverð hlunnindi;
par fást 60—70 pund af dún og 100 kópar á ári.
Hinn 21. ágúst hélt eg frá Ófeigsfirði norður á við ;
rétt fyrir utan bæinn fellur Húsá niður hlíðina; er í
henni stór fors, sem breiðir sig eins og ullarkemba yfir
bergið. Hér er alstaðar með fjörunni rekaviður að
koma upp úr börðum og púfum. Norður með öllum
Ströndum eru rastir af gömlu fúatimbri undir gras-
sverðinum við sjóinn, og kemur pað opt fyrir, að hest-
arnir reka lappirnar niður í liolurnar milli drumbanna.
Spölkorn fyrir utan Ófeigsfjörð fellur Hvalá til sjávar;
hún er hið mesta vatnsfall á Ströndum. Ain fellur í
forsum niður af lijöllunum, breiðir sig svo út og verður
allmikill ós áður kún rennur í sjó. Hvalá er riðin rétt
fyrir neðan forsana, en er pó opt ófær. Alstaðar er
grúi af sel á skerjunum fram með ströndinni; peir liggja
svo pétt, að hver ýtir á annan, og verða opt úr pví á-
flog og ryskingar ; pegar riðið er fram hjá, steypir allur
hópurinn sér í sjóinn með busli og ólátum, en rétt á
eptir koma upp hausarnir hér og hvar um sjóinn, og
horfa stórum augum á lestina, sem fram hjá fer. Inn
með Eyvindarfirði er versti vegur. J>ar er mjög hrjóstr-
ugt og ljótt, eintómar klappir og urðir, hallandi fella-
-flesjur, hæstar og brattastar til vesturs eptir lagahallan-
um; par heita Básar. Eyvindará er allmikið vatnsfall og
fellur niður háar klappir í fjarðarbotninum. Klappirnar
eru fjarskalega ísnúnar ; á einum stað sá eg ísrák 8 feta
ianga, 1 fet á dýpt og l.j fet á breidd. Pyrir ofan petta
klettahapt fellur áin á eyrum í kvíslum, og er par gott vað
á henni, sem heitir Stangarvað. A eyrunum við sjóinn
í fjarðarbotninum fann eg mikið af baunagrasi (Lathy-
rus maritimus), á sama stað sem Eggert Ólafsson hafði
fundið pað. Yið fjörðinn að norðanverðu er gamalt
eyðikot, sem nú er notað frá Drangavík, og heitir pað
Andvari. XIII. 11