Andvari - 01.01.1887, Qupperneq 168
162
Engines; það hefir verið í ej'ði síðan 1740. TJt með
firðinum að norðanverðu eru margir gangar og berg-
hleinar fram í sjó; á Skerjasundsnesinu er ein þess kon-
ar berghrík með stóru gati eða liliði, sem vel má ríðaí
gegnum. I Drangavík sá eg í fyrsta sinni hið forna
hyggingalag á Hornströndum. Elest eldri hús á Strönd-
um eru svo gerð, að veggirnir eru hlaðnir upp úr staur-
um í mörgum lögum og mold á milli; bæjardyragöngin
eru opt flórlögð með eintómum drumhum, en stéttir eru
mjög óvíða við bæiua, og því opt mjög óþrifalegt í kring
um þá, einkum þegar rigningar ganga. í nýrri hús-
um er eigi eins mikið í borið af timbri; veggirnir eru
úr mold, hlaðnir upp úr klumbuhnausum og strengjum,
og sumstaðar þiljað innan milli stafs og veggjar með
flettum rekatrjám. A einstaka stað eru timburskeminur
nýbyggðar, t. d. á Dröngum og Horni, og þar er gestum
hoðið inn. Stofuhús sá eg hvergi fyrir norðan Trékyll-
isvík undir palli, eins og annars er títt á íslandi, nema
í Ófeigsfirði.
Drangavík er skeifumyndaður botu milli fjallanna, og
er allmikifl dalur upp af; yzt 1 honuin er, eins og í Ey-
vindarfirði, bergliapt ísnúið; sléttara fyrir ofan og áin í
bugðum. Yzt við fjallið, að norðanverðu við víkina, eru
hinir nafnkunnu Drangar; það eru ógurlegar, risavaxnar
liamrastrýtur, sem líklega eru í fyrstu svo til orðnar,
að fjallalækir hafa beggja meginn grafið geilar í fjalls-
brúnina, unz þær náðu saman, og svo urðu strýturnar
eptir, þvi allt af dýpkuðu geilarnar meir og meir; í
dröngunum eru blágrýtislögin áframhaldandi, eins og í
fjallinu fyrir ofan. Efsti drangurinn er hæstur, odd-
hvass eins og nál að ofan ; þá er annar breiðvaxnari,
flatari í toppinn ; þá hinn þriðji, nærri eins breiður og
hinir báðir, en sýling niður 1 liann miðjan, svo úr hon-
um verða einhverntíma tvær strýtur; þá er fjórði drang-
inn miklu lægri, með skoru í toppinn, og liinn fimmti
yzt lang-minnstur. Efsti dranginn er á að gizka 800