Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 171
165
um og moldarbörðum mörg hundruð faðma frá fiæðar-
máli; víða finnast þar líka hvalbein og rostungsbein langt
frá sjó, enda hefir Yesturlandið síðan á ísöldinni hækk-
að um 100—200 fet. J>ó rekinn sé minni en áður,
þá fá pó Hornstrendingar nægilegt af nýjum viði til
allra þarfa sinna, og mun betri væri byggingin hjá þeim,
ef þeir hefðu kunnað að hagnýta sér þessa blessun, sem
berst svona upp í hendurnar á þeim. Rekinu hefir ver-
ið fjarska mikill, er landnámsmenn settust að á Horn-
ströndum ; í Grettissögu segir svo, er Eiríkur snæra skipti
landnámi sínu með Onundi tréfót: »en um reka var
ekki skilið, því þeir voru þá svo nógir, að hver hafði
sem vildi.« Síðar hafa þó verið gerðar nákvæmar á-
kvarðanir um þetta; nú er rekinn á Hornströudum
sjaldan eign jarðanna þar sem rekur; liann hefir optast
verið seldur eða gefinn frá jörðunum á fyrri tímum ;
eins og vanalegt er, þá eru það einkum kirkjurnar, sem
eiga ítök þessi, og það sumar fjarlægar, t. d. eins og
Reykholtskirkja. Biskupar reyndu og snemma að ná í
við frá Ströndum ; þess er t. d. getið 1471, að »Sveinn
biskup gafútbréf til Vestfirðinga og Strandamanna um
viðartillag til byggingar Skálholtskirku« (Esp. Arb., II.,
bls. 77.). Hornstrendingar gefa viðartegundum þeim,
sem reka, ýms nöfn, t. d. rauðiviður, hvítfura, tjarfura,
línfura, selja, brúnselja o. s. frv. Mestur rekaviður er
ótiltegldur, barkarlausir trjádrumbar, með róta- og greina-
öngum ; þó rekur náttúrlega líka töluvert af tegldum
viði, skipsflekum og þess konar, og eru það aðrar trjá-
tegundir en þær, sem nefndar hafa verið; eru suinar
þeirra taldar í ferðabókum Eggerts Ólafssonar og Ola-
víusar1. Líklega kemur mest af viði þessum með straum-
um frá Ameríku, og ef til vill eitthvað frá fljótunum í
Síberíu. Rekinn hefir farið að minnka þegar byggðist
1) E. Ó.\ Reise igjennem Island. I., bls. 511, og Olavius :
Oeconomisk Reise igjennem Island, bls. 127.