Andvari - 01.01.1887, Side 172
166
fram með fljótunum og skógurinn fór að eyðast. J>að
liefir borið við, að samlengdir flotar af ótegldum trjám
hafa rekið ; pess konar ílota láta menn opt berast með
straumi niður eptir fljótunum, og getur þá borið við,
að sumir flækist út úr ánuni út í haf. Olavius nefnir
pað, að pá hafi opt rekið flekar samfestir með tágum ;
Jón Eiríksson bætir pví við, að 1740 eða 1741 hafi
með hafís rekið í Múlasýslu bát á stærð við fjögramanna-
far, sem allur var bundinn saman með tágum, og negld-
ursaman með trénöglum; en í honurn var hvergijárn'.
í hitt eð fyrra rak í Munaðarnesi við Ófeigsfjörð reykj-
arpípa með reyrlegg, eins og rauðir menn hafa í Ame-
ríku. Árið 1797 rak á Ströndum og á Norðurlandi
mikið af vestindiskum sykurreyr, sog pótti furðanlegt*'2 3.
Enn pá rekur stundum á Ströndum sunnan úr löndum
digra leggi af bambusreyr; eru sumir allt að pví 9
álna langir, holir að innan og hólfaðir allir í sundur,
svo Hornstrendingar brúka liðina til að geyma í ýmis-
legt smávegis.
Áður á dögum sóttu menn úr fjarlægum héruðum
rekavið frá Ströndum. Eggert Ólafsson segir frá pví,
að seint á 17. öld hafi menn frá Barðastrandar-, Isa-
fjarðar-, Stranda- og Húnavatnssýslum sótt þangað við
á stórum byrðingum Smíðuðu menn fyrst sterkan átt-
æring mjög stafnaháan, og fóru svo 8—12 manns sam-
an norður á Hornstrandir. |>egar par var komið, var
tekið til starfa, sagað, heflað og smíðað, stafnarnir hækk-
aðir og pykkum borðum slegið á hliðarnar, unz skipið
var orðið svo borðhátt, sem peim pótti purfa; var síðan
troðið mosa í allar holur og rifur, og skipið síðan fermt
með viði og drumbum, og auk pess dró pað á eptir
sér stóran timburfleka. |>egar byrðingurinn var alfermd-
ur, var áttæringurinu alveg kominn í kaf, nema hnífl-
2) Olavius I. c., bls. 141.
3) Esp. Árb. XI., bls. 86.