Andvari - 01.01.1887, Page 175
169
bjarnarvík. Yegurinn út með er fremur góður út á
Yatnshöfða; þar er dálítið vatn hér um bil 25 fet yfir
sjó og er malarkambur gamall fyrir framan. Alstaðar
er hér viður og fúasprek í jörðu og með sjónum, og telja
menn pað pó varla nóg til eldiviðar, af því peir muna.
eptir peim ókjörum af rekavið, sem liér fengust áður.
Yið fórum fyrir framan Meyjardal yiir á samnefnda
töluvert vatnsmikla; í björtu sést jökullinn bak við dal-
inn. pegar kemur inn í Bjarnarfjörðinn, fer vegurinn
að versna; eru par ótal klappir, klettahnúðar og klif, líkt
og í Eyvindarfirði; par sáum við sel á hverjum steini
að lieita mátti. Ejörðurinn er langur og mjór og sjald-
an farið inn með honum, en gangandi menn á vetruin
eru ferjaðir yfir mynni hans. Innarlega er nes að
sunnanverðu sem heitir Langanes og undan pví má um
fjöru ríða pvers yfir fjörðinn, en svo var ekki fallið út,
að við gætum farið par og urðum við að fara inn fyrir.
Tangi úr Drangajökli, líldega skriðjökull, gengur niður
drögin niður undir dalbotninn, en við sáum ekki vel til
fjalla fyrir poku og rigningu; úr jöklinum fellur kol-
mórauð á, Bjarnarfjarðará; fellur hún á mörgum eyrum
í fjörðinn og verður opt ófær, en pá má ríða fyrir ut-
an um fjöru, sern fyr var sagt. Nokkru utar en Langa-
nes, norðan við fjörðinn, riðum við sneiðinga upp
fjallið og yfir Hjarandaskarð. Efst er hálsinn mjög
hrattur og faunir stórar, svo hestarnir fágu opt í. J>að
var einkennilegt af brúnunum, að sjá niður í Bjarnar-
fjörðinn í þokunni; pað var eins og hyldýpi, og skafi-
arnir eins og smátjarnir hér og hvar; en fjöllin sunnan
fjarðar náðu upp úr og sýndust risavaxin og tröllaukin.
Eyrir norðan Hjarandaskarð tekur við allbreiður dalur,.
Sunndalur; er þar nokkur gróður, en pó sinávaxinn, á
eyrunum, og verða nokkrar engjar þegar neðar kemur ;
leiðin liggur niður með ánni, og stundum yfir liana, unx
maður kemur niður að Skjaldabjarnarvík.
Bærinn Skjaldabjarnarvík stendur sunnan undir Geir-