Andvari - 01.01.1887, Síða 178
172
endans eru sléttir melar með núnu grjóti og smá grjót-
hrúgum hér og hvar ; sumstaðar eru djúp vatnsaugu
innan um grjóthrúgurnar ofan til. Eptir pví, sem göm-
ul kona sagði mér, sem fyrrum átti heima á Kirkjubóli,
pá gekk jökullinn fram fyrir 40 árum síðan, og ók á
undan sér jökulgarðinum; fannst úr honum mikiljökul-
fýla, og ósinn var ófær allt sumarið ; litlu seinna fór
jökultanginn að minnka, en fór hægt í fyrstu, og 8—9
árum seinna var ekki meira bil en 8—10 faðmar milli
jökulrandarinnar og grjótgarðsins; en síðan hefir jökull-
inn farið sí-minnkandi ár frá ári, svo nú er orðið svo
langt á milli, sem fyr var sagt. Skriðjökullinn heíir
fyrrum verið miklu pykkri; við jökulendann, sem nú er,
heiir pykktin verið 2—300 fet; petta sést á jöklagrjóti
og núnum björgum, sem orðið hafa eptirímiðjum hlíð-
unum á báða vegu. Ain kemur kolmórauð undan livelf-
ingu í jökulendanum; ber hún með sér gráan leir, sem
lileðst niður milli hnullunganna á eyrunum fyrir neðan.
Á jökulröndinni eru víða stór björg, og sumstaðar koma
aurrákir og möl upp úr honum. pað var einkennilegt
að sjá litinn á neðsta jökulsporðinum; nýr snjór lá víða
á jöklÍKium, en hinn gamli jökulís var bláhvítur á milli;
mismunurinn á lit hins gamla og nýja snævar var ekki
ósvipaður litnum á rjóma og undanrenningu. Jökulvatn-
ið var ískalt par sem pað kom út undan jökulröndinni,.
hiti pess -f- ■/*—8/J’ C. pegar við tjölduðum við jökul-
inn, var, aldrei pessu vant, bezta veður, glaða sólskin og
hin bezta fjallasýn, en um kvöldið steyptist koldimm
poka yfir dalinn ; um nóttina var hellirigning, og hélzt
liún án pess nokkurn tíma stytti upp í heila viku, nema
hvað liún einstöku sinnum breyttist í krapakafald.
Drangajökull er sýndur miklu stærri á Uppdrætti ís-
lands en hann er í raun og veru; eptir uppdrættinum ætti
hann að vera hér um bil 16 ferh. mílur að íiatarmáli, en
hann er varla meira en 7 ferh. mílur; jökullinn er á upp-
drættinum látinn ná suður á Steingrímsfjarðarheiði, en