Andvari - 01.01.1887, Page 179
173
það er ekki nærri neinu lagi; hann nær varla lengra
suður en á 66" 2' n. br. Út frá Drangajökli ganga
ýmsir skriðjöklar; en ekki gat eg rannsakað neinn peirra,
nema pann, sem gengur niður í Reykjarfjörð, vegna ill-
viðranna. Jökultangi gengur niður undir botninn á
Bjarnarfirði, og er endi hans líklega um 800 fet yíir
sjó ; jökulendinn í íteykjariirði er varla meira en 100
fet yfir sæ; pá gengur skriðjökull niður í botn þara-
látursfjarðar, og er endi hans tæp 400 fet yfir sjó, og í
Jfurufirði gengur jökulálma niður undir Skorarheiði, á
að gizka 600 fet yfir sjó. Hæsta bungan á Drangajökli
er 2837 feta há. Að vestanverðu ganga skriðjöklar
niður í Leirufjörð og Kaldalón, nærri niður að sjó;
en pangað hefi eg enn ekki komið.
Eins og nafnið bendir á, eru heitar laugar í Keykjar-
firði. Sunnan við ósinn lijá Kirkjubóli kvað laugarnar
vera mestar; en pangað kom eg ekki; norðan við ósinn
sá eg laugar á tveim stöðum ; rennur vatn frá peim í
sandgrafningum niður að mýrum ; í efstu lauginni var
hitinn mestur 53° C. Dalurinn er rennisléttur og grös-
ugur, en klappahnúðar hér og hvar upp úr og allt ís-
núið. I Reykjarfirði er mikill trjáreki ; hvergi sá eg á
Ströndum jafnmikið af nýju og gömlu timbri í fjörunni
eins og par. Fjörubeit er hér líka töluverð, en fé flæð-
ir opt; fyrir skömmu flæddi allt fé í Reykjarfirði, hver
skepna.
Hinn 25. ágúst fór eg frá Reykjarfirði norður á við.
Liggur leiðin fyrst yfir lágan háls í paralátursfjörð ;
hálsinn er varla meira en 360 fet á hæð ; eiutómar ís-
núnar klappir og ísborin björg. J>að var mjög kaldrana-
legt að horfa ofan í Jaralátursfjörð ; jökullinn gengur
niður í dalbotninn, og frá honum fellur jökulá, sem
kvíslast um liina mjóu undirlendisræmu alveg út að
hlíðunum beggja megin. Elestar eyrarnar eru graslaus-
ar; íslcalt, skolmórautt jökulvatn streymir yfir pær við
og við, svo jurtagróðurinn getur ekki haldizt. Eptir pví
L.