Andvari - 01.01.1887, Side 181
175
hinn versti fjallvegur, sem hann haíi farið. |>að er sjálf-
sagt, að heiði pessi er ill yfirferðar, en þó fundust mér
sumir fjallvegir á Norður-Ströndunum verri. Fyrst fram-
an af eru urðarhjallar með nokkru grasi; svo fór snjór-
inn að verða meiri, sk'afi við skafl; var þar mikil ófærð,
en brettan hvergi mjög mikil. Efst á heiðinni voru
mestu umbrot fyrir hestana í sköfiunum, og mjög örð-
ugt að koma þeim áfram. Að norðanverðu er miklu
brattara ; var ljótt að líta þar niður fyrir í dimmunni
og rigningunni, því ekki sást landið né sjórinn gegnum
þokuþykknið ; það var eins og lestin ætlaði að steypast
niður 1 undirdjúpin; þegar neðar dró, sá vel yfir Euru-
fjörðinn; dalurinn er fagur og breiður og mjög grösug-
ur. Eurufjörður er talinn ágætisjörð, og er þar marg-
býli. Eptir því sem segir í jarðabók Arna Magnússon-
ar, þá var fyrrum bænlms í Furufirði, og var embættað
tvisvar á ári. 1710 var þar í eyði eptir bóluna, og
liöfðu þar þó ;íður verið margir bæir Upp úr dalbotn-
inum gengur Skorarheiði í Hrafnsfjörð; þar er ekki neina
'AU míla þvers yfir landið; yzta klóin er nærri klipin frá.
Heiðin er að ætlan minni um 600 fet á hæð; er vegur-
inn góður, svo þetta er aðalleiðin fyrir þá, sem eitthvað
þurfa að fara vestur að Djúpinu, og kirkjuleið allra
Hornstrendinga fyrir norðan G-eirólfsgnúp; það heíir jafn-
vel borið við, að menn liafa dregið báta á sléðum á vetr-
ardegi yfir heiðina. Eyrrum var þó umferðin yfir Skor-
arheiði miklu meiri, þegar svo mikið var sótt af reka-
við til Hornstranda. í jarðabók Arna er það talið til
ókosta í Eurufirði, að þar sé sóbærilegur troðningur og
kostnaður af gestakvæmd þeirra, er úr Jökulfjörðum koina
þangað með hesta eptir viði vetur og sumar, og verða
þar að dvelja meðan trén eru lögð á hestana«. Ilvergi
væri á Hornströndum jafnhentugt að hafa bænhús eða
kirkju eins og í Eurufirði; en Hornstrendingar liafa enn
ekki getað orðið á eitt sáttir um þetta mál. Eggert 0-
lafsson fór á ferð sinni 1754 ekki lengra norður en í