Andvari - 01.01.1887, Side 182
176
Furufjörð og fór paðan vestur Skorarheiði. Telur hann
ófært með hesta norður með ströndinni norður á Al-
menninga, enda er það enn þá aldrei farið nema með
1 eða 2 lausa hesta.
Pó allt af væri sama illviðrið, héldurn við áfram norður
í Bolungarvík. Fram með Bolungarvíkur-bjargi er allra
mesti tröllavegur, og er par eigi hægt að klöngrast með
hesta nema um fjöru. Bjargið er pverhnýpt og örmjó
urðarrönd fyrir neðan, og sumstaðar slæm klif. Eg var
svo óheppinn, að pað var rétt komið undir flóð, pegar
við komum undir bjargið. Eru fyrst tvö klif yfir að
fara, og svo hin svo kallaða Ófæra. Yið gátum ekki
komizt fyrir klifin, og urðum að bíða nærri tvær klukku-
stundir, af pví svo var hásjávað, og par að auki foráttu-
-brim. Stóðum við par undir kletti í húðarigningu og
bleytu-slettings-kafaldi, pangað til flóðið var dálítið
farið að hresta. Loks komum við hestunum yfir klifin,
pó seint gengi ; urðum við að fara með pá selflutning,
einn og einn, taka ofan koffortin og sæta svo færi milli
laga, og berja pá fram yíir glerhálar klappirnar; áttu
klárarnir illt með að fóta sig á brimsorfnu grjótinu, og
stundum peyttist brimlöðrið á pá, og pyrlaði pangrusl-
inu í háalopt. Sjálf Ófæran var lang-verst; par eru há-
ir standar, sem brimið spýtist upp með, og verður að
fara um brattar klappir, hála hnullunga og örmjóar skor-
ur; tókst pó með polinmæli og snarræði að koma hest-
unum yfir. Um háfjöru er miklu skárra að fara pessa
leið. Eyrir utan Ófæruna er allt af stórgrýtisurð og
brimbarðir malarsteinar allt út á Drangsnes. Nes petta
tekur nafn af háum klettastandi, sem stendur par úti í
sjónum. J>að er gangbrot, afar-hátt og mjótt, og er furða,
að slík súla skuli geta staðizt brimið, án pess að falla.
Eyrir nokkrum árum tók snjóflóð prestinn frá Grunna-
vík og tvo menn aðra undir Bolungarvíkurbjargi, og
komust pó allir lífs af; einn fór langt út á sjó, enhon-
um skolaði pó lifandi á land aptur.