Andvari - 01.01.1887, Síða 183
177
Bolungarvík (eða Buðlungavík) er stutt og breið, girt
pverhnýptum fjöllum á alla vegu ; undirlendið er tölu-
vert upp frá sjó, vel grasgeiið og engjar góðar; en nýt-
ingin er hér, eins og annarsstaðar á Norðurströndum,
mjög ill, svo grasið verður bændum að litlu liði ; haf-
ísinn, pokurnar og votviðrin hrjá og lirekja menn og
skepnur árið um kring. Hér eru tveir bæir, Bolungar-
vík og Bolungarvíkursel, norðaustan við víkina. í jarða-
hók Árna Magnússonar er nefnt örnefnið Auðnir í Bol-
ungarvíkurlandi, ei all-langt frá bænurn við sjóinn; par
sáust rústir og girðingar, og er sagt, að Bolungarvík
hafi staðið par til forna, en bærinn hafi verið fluttur
sökum stórviðra. J>ar segir og, að bænhús hafi verið í
Bolungarvík til forna, en ekki hafi par verið tíðir veitt-
ar í manna minnum, en hfisið hafi fallið af stórviðrum
fyrir meir en 40 árum. Tveir lækir eða smáár falla
niður í víkinaog myndast par dálítið stöðuvatn framar-
lega á undirlendinu miðju, og fellur úr pví ós til sjáv-
ar. J>essi skvompa upp í bergið liefir sumpart fyllzt af
árburði úr fjöllunum og sumpart af sjávarburði. Reki
hefir par fyrrum verið mikill, og má sjá mikið af fúa-
drumbum í lækjarfarvegum og moldarbörðum töluvert
frá sjó.
|>egar við um morguninn fórum frá Bolungarvík, var
allt hulið snjó niður í sjó ; pegar rofaði dálítið til, pá
héldum við af stað. Ætluðum við norður yfir Barðs-
víkurskörð, og er pað örðugasti og brattasti fjallvegurinn
á öllum Hornströndum, enda er par aldrei farið með
áburð, pó stundum séu teymdir lausir hestar yfir fjallið.
Hpp af Bolungarvíkurseli eru snarbrattir hjallar grasi-
vaxnir með töluverðum jarðvegi og eintómum dýjum ;
var petta allt uppbólgið af rigningunum, og öklasnjór
ofan á; grasbrekkurnar voru svo hálar, að varla var
liægt að fóta sig, og purfti að hafa mestu varúð og íýr-
irhöfn með hestana, pví peir ýmist duttu eða lágu 1.
Andvari. XIII. 12